Heilbrigðisráðherra Kristján Þór Júlíusson á „von á því“ að ríkissjóður fjármagni byggingu nýs Landspítala með sölu ríkiseigna.
Greinasafn eftir:
Opið bréf til Einars K. þingforseta
Sæll nafni
Það var nógu slæmt gerræðið (svo maður segi ekki valdaránið) sem þú framdir á Alþingi í dag, þar sem þú ákvaðst að innanríkisráðherra skyldi undanþeginn því sem hingað til hefur verið álitin skylda ráðherra, að svara spurningum þingmanna. Þetta gerðir þú án þess að hafa til þess nokkurn rétt, nema rétt valdníðingsins sem telur að eigin völd réttlæti hvaða yfirgang sem er.
Hanna Birna er samviskulaus lygari
Þann 20. nóvember birtist frétt í Morgunblaðinu um að blaðið hefði undir höndum „óformlegt minnisblað“ úr innanríkisráðuneytinu, þar sem dylgjað var um einkamál tveggja hælisleitenda og einnar íslenskrar konu. Öllum sem vildu vita varð fljótlega ljóst að minnisblaðinu hafði vísvitandi verið lekið í fjölmiðla af háttsettu fólki í ráðuneytinu, og er þar um að ræða hegningarlagabrot sem varðar allt að tveggja ára fangelsi.
Opið bréf til Mikaels Torfasonar
Sæll Mikael
Gaukur Úlfarsson var að bjóða mér að spyrja Katrínu Jakobsdóttur spurningar í þætti þínum Mín skoðun. Ég afþakkaði. Ég vildi að vísu gjarnan fá að spyrja margt stjórnmálafólk ýmissa spurninga sem ég tel að fjölmiðlar hafi annað hvort ekki gert eða klúðrað. En það er vonlaust að gera það með þessum hætti, þannig að nokkuð vitrænt sé líklegt til að koma út úr því. Færi það eins og ég tel líklegast, miðað við frammistöðu þína hingað til, yrði það þvert á móti til þess eins að gefa viðkomandi stjórnmálamanneskju tækifæri til að fegra eigin ímynd.
Um hvað spyr Mikael Hönnu Birnu?
Á morgun, sunnudag, ætlar Mikael Torfason að tala við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í þætti sínum Mín skoðun á Stöð 2. Það gæti orðið áhugavert, enda er Mikael í þeirri lykilstöðu að vera aðalritstjóri frétta á 365 miðlum, öðrum þeirra tveggja fjölmiðla sem minnisblaði úr innanríkisráðuneytinu var lekið til í nóvember. Sá leki hefur verið viðfangsefni lögreglurannsóknar síðastliðinn mánuð, eftir að ríkissaksóknari hafði rannsakað málið í tvo mánuði og kveðið upp úr um að gera þyrfti sakamálarannsókn.