Þann 20. nóvember birtist frétt í Morgunblaðinu um að blaðið hefði undir höndum „óformlegt minnisblað“ úr innanríkisráðuneytinu, þar sem dylgjað var um einkamál tveggja hælisleitenda og einnar íslenskrar konu. Öllum sem vildu vita varð fljótlega ljóst að minnisblaðinu hafði vísvitandi verið lekið í fjölmiðla af háttsettu fólki í ráðuneytinu, og er þar um að ræða hegningarlagabrot sem varðar allt að tveggja ára fangelsi.
Greinasafn fyrir merki: Minnisblað IRR
Er Gísli Freyr Valdórsson sá seki?
Fyrir tæpum tveim mánuðum skrifaði ég innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, og ráðuneytisstjóranum Ragnhildi Hjaltadóttur, og spurði um tilurð og dreifingu minnisblaðs sem fjallað var um í þessum pistli og sem mikið hefur verið í fréttum undanfarna mánuði. Ég fékk „svar“ daginn eftir frá Ragnhildi, en það var bara útúrsnúningar og engu svarað af því sem ég spurði um. Þrátt fyrir nokkrar ítrekanir, þar sem ég benti á að ég hefði spurt um allt annað en það sem „svarað“ var, hef ég ekkert heyrt frekar frá þeim stöllum.
Segir Hanna Birna satt?
Í gær sendi ég eftirfarandi fyrirspurn til innanríkisráðherra vegna þess sem virðist vera minnisblað frá ráðuneytinu sem lekið hafi verið til fjölmiðla. (Ég hef ekki fengið svar enn.) Greinilegt er að þessu minnisblaði hefur verið dreift víða, en svo virðist sem ráðuneytið hafi ekki ansað lögmönnum þess fólkssem fjallað er um og sem fóru fram á að fá minnisblaðið. Ég læt fylgja með slitur úr texta minnisblaðsins sem ég sendi með fyrirspurninnni. Ég birti fyrirsögnina (að fjarlægðu nafni) og allar millifyrirsagnir, og örlítið brot úr hverjum kafla, en ekkert sem beinlínis tengist því fólki sem um er fjallað. Tilgangurinn með þeirri birtingu er bara að gera ljóst að þetta lítur út eins og skjal sem samið hafi verið í ráðuneytinu.