Þrjú andlit Evu

Satt að segja er ég hreint ekki viss um hvort þær myndir sem ég hef af sjálfri mér séu nokkuð líkar þeim sem aðrir sjá eða hvort ein þeirra er sannari en önnur. Eða hvort sannleikurinn er meira frelsandi en fótósjopp.

102    101    104

Skáldið                          Nornin                         Sápuóperan

Halda áfram að lesa

Pínu nörd

Sjálfsmynd mín passar ekki vel við hugmyndir mínar um nörd. Einu skiptin sem ég hef verið kölluð nörd eru þegar mér verður það á að segja málfræðibrandara. Ég fann nördapróf á blogginu hennar Hildigunnar (jamm, rétt til getið, þetta var mjög rólegur dagur) og samkvæmt því er ég allavega í áhættuhóp. Ég hef engan áhuga á eðlisvísindum og er löngu hætt að spila spunaspil svo ég dreg niðurstöðuna í efa.

I am nerdier than 82% of all people. Are you a nerd? Click here to find out!

 

Án rósa

-Viltu vera hjá mér í nótt?
-Auðvitað vil ég það en það er víst að ég geti það.
-Auðvitað geturðu það. Það er hinsvegar ekki víst að þú viljir það nógu mikið til að nenna veseninu sem það getur kostað. En það er allt í lagi, ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er ekki á forgangslistanum hjá þér. Halda áfram að lesa

Undir mottuna

Efasemdir eru sársaukafullar og þeir hugsa sem efast. Þessvegna held ég að allt hugsandi fólk lendi einhverntíma í því að líða illa í pólitíkinni. Við því er tvennt í boði. Annaðhvort að horfast í augu við að stundum séu hlutirnir ekki alveg nákvæmlega eins og maður helst vildi, endurmeta stöðuna og taka upplýsta afstöðu, eða þá að sópa undir mottuna því sem raskar hugarró manns og leiða hugann að einhverju öðru, þar til maður sjálfur og flestir aðrir hafa gleymt því sem hvíslaði að manni efasemdum um að maður hefði fullkomna yfirsýn yfir litla þrönga kassann sem maður lifir í.