A piece of my heart

Hildigunnur klukkaði mig á facebook.

Ég tek oft þátt í svona netleikjum en þar sem eitt af því sem gerir mig að mér er tregða til að fara eftir uppskriftum, leyfi ég mér oft að breyta einhverju. Þessi leikur býður upp á óttalegt bull og ég hef ekki nægan aulahúmor fyrir það svo ég ákvað bara að gera þetta eftir mínu höfði. Halda áfram að lesa

Sex orða meme handa allskonar fólki

Meme-æðið greip mig. Dásamlegt ljóðform. Þótt það sé líklega ekki hugsað sem ljóðform. Húsmæður á heljarþröm náðu mér ekki niður af reiðinni sem hefur heltekið mig síðustu daga en það gerði meme. Örljóð um lífshlaup maura, það þarf í alvöru ekki meira en 6 orð. Sá sem telur sig þekkja yrkisefnið dregur slíkar ályktanir á eigin ábyrgð. Halda áfram að lesa

Sexhleypan

Í geðbólgu minni yfir skíthælshætti íslenskra stjórnvalda í málum flóttamanna, frestaði ég því að svara þessari áskorun. Ég veit reyndar ekki hvort er nein sérstök ástæða til að flækja hlutina svona mikið, þ.e. að nota 6 orð þegar 1 dugar, semsé sápuópera en mér er nú sjaldan orða vant svo ég hlýt að bregðast við. Halda áfram að lesa

Árdagspæling viðskiptafrömuðar

Ég er að fara upp á Bifröst í kvöld. Kannski hitti ég Leif Runólfsson. Ég er að vísu búin að gefa hann, því ég er að safna fyrir Önnu og facebook Mammon verðlaunar þá sem gefa. Ég á hinsvegar enn nokkuð í land með að eiga fyrir Önnu (andskotans verðið á þessu kvenfólki) svo ef Leifur Runólfsson reynist vera gæft og snyrtilegt gæludýr, getur vel verið að ég kaupi hann aftur.

 

Facebook leikir

Ég hækka stöðugt í verði. Er komin upp í $233,262. Michael Cox virðist staðráðinn í því að halda mér því hann er búinn að kaupa mig 4 sinnum. Ég veit hinsvegar ekki alveg hvernig ég á að taka því að prófílmyndin af mér er metin hærra en ég sjálf.

Ég ætla að hitta facebook mann á morgun. Neinei, það er ekki Leifur Runólfsson.