Árdagspæling viðskiptafrömuðar

Ég er að fara upp á Bifröst í kvöld. Kannski hitti ég Leif Runólfsson. Ég er að vísu búin að gefa hann, því ég er að safna fyrir Önnu og facebook Mammon verðlaunar þá sem gefa. Ég á hinsvegar enn nokkuð í land með að eiga fyrir Önnu (andskotans verðið á þessu kvenfólki) svo ef Leifur Runólfsson reynist vera gæft og snyrtilegt gæludýr, getur vel verið að ég kaupi hann aftur.

 

One thought on “Árdagspæling viðskiptafrömuðar

  1. ———————–

    Það er alveg rífandi stemming fyrir komu þinni hingað í kvöld. Hringdu í mig þegar þú ert að keyra framhjá Baulu svo ég geti tekið á móti þér. Hlakka til að sjá þig 🙂

    Posted by: Harpa | 28.05.2008 | 15:53:51

    ———————–

    Mig grunar að ég kannist við kauða, þ.e. hann Leif. Er ekki rétt að ég vari hann við þér ?

    Posted by: Hugz | 28.05.2008 | 18:29:31

    ———————–

    Ég er nú reyndar alveg einfær um að hræða einn karlmann en takk samt B-)

    Posted by: Eva | 29.05.2008 | 1:52:18

    ———————–

    Það er gott.
    Mér hefur nefnilega skilist að þú sért ekki nærri því eins ógnvekjandi í persónu og hér á vefnum þannig að ég hafði vissar áhyggjur 😉

    Posted by: Hugz | 29.05.2008 | 13:03:15

    ———————–

    Hver laug því að þér? Trúðu mér, ég er miklu ógurlegri í eigin persónu. Svo er ég líka bara svo stór.

    Posted by: Eva | 29.05.2008 | 23:25:57

    ———————–

    Aha … Mig reyndar grunaði að það væri verið að plata mig.

    Posted by: Hugz | 30.05.2008 | 8:46:53

Lokað er á athugasemdir.