Burðarjálkabálkur

Mínir blíðlyndu burðarjálkar, Sjarmaknippið hið eldra og Týndi hlekkurinn, eru í kaupstaðarferð. Þeir ætluðu að gista í nótt en létu svo ekkert sjá sig, sjálfsagt endað á fylliríi og kvennafari og er það vel. Vonir standa til að fóstursonur minn löggæsluhetjan flytji inn til mín um áramótin og vænti ég þess að ég sjái þá hina jálkana tvo og helst fríða sveit áhangenda mun oftar en síðustu árin. Halda áfram að lesa

Tíkarskrafl

Blíða reynist vera ágætur skraflfélagi. Í kvöld spiluðum við tíkarskrafl. Það er spilað á sama hátt og venjulegt skrafl að öðru leyti en því að ef maður (kona) getur búið til orð sem er sannarlega lýsandi fyrir skítlegt eðli síns fyrrum ektamaka, þá fær hún 10 tíkarstig fyrir það. Þetta er hentugt að því leyti að með þessu móti öðlast orð eins og asni og auli, viðunandi verðgildi. Halda áfram að lesa

Blíða

Blíða kom í heimsókn í gær.

Böggmundur, fyrrum ástmögur hennar hefur í frammi líflátshótanir. Er tilbúinn til að þyrma henni að því tilskildu að hún hitti ekki aðra en þá sem hann hefur engar áhyggjur að að reyni við hana (sumsé móður hans og systur), haldi sig heima á síðkvöldum eins og góðri húsmóður sæmi og láti honum eftir eignirnar en taki á sig skuldirnar sjálf án múðurs. Ég held ekki að hann drepi hana en í hennar sporum myndi ég allavega hætta að svara símanum.