Löggan skúrar eftir sig

logr_saks

Ætli það tíðkist nokkursstaðar í hinum vestræna heimi að þegar lögreglan skýtur mann til bana fái hún sjálf að hreinsa vettvang  áður en rannsókn hefst? Eru þetta eðlileg vinnubrögð? Hvernig er þetta gert í öðrum löndum? Og hversvegna eru engir fjölmiðlar að leita svara við því? Halda áfram að lesa

Afglapaskrá lögreglunnar 3. ársfjórðungur

Júlí

Í byrjun júlí réðust menn á unga stúlku á útihátíð.  Viðbrögð lögreglunnar, þegar móðirin kvartaði yfir aðgerðaleysi hennar, voru þau að segja móðurinni til um barnauppeldi. Það er undarlegur andskoti að lögreglumenn sem meta aldur og þroska stúlkunnar svo að hún hefði átt að vera sofandi heima hjá sér, skuli samt sem áður hvorki hafa séð ástæðu til þess að koma barninu undir læknishendur né í hendur foreldra. Halda áfram að lesa

Afglapaskrá lögreglunnar 2. ársfjórðungur

Apríl
.
Apríl hófst með frétt um konu sem varð fyrir kynferðisglæp af hálfu lögreglumanns. Nógu helvíti erfitt er að koma lögum yfir nauðgara (og með þessum orðum er ég ekki að mæla með öfugri sönnunarbyrði) en ekki er auðveldara að koma lögum yfir löggur.  Þetta mál átti aldrei séns.

Halda áfram að lesa

Afglapaskrá lögreglunnar 1. ársfjórðungur

Janúar 2011

Það þarf mikið til að lögregluþjónn sé látinn víkja. Ætli það dugi að reyna að beita persónulegum tengslum sínum innan löggunnar til kærastan komist upp með að aka full? Eða þarf maður að ganga svo langt að afturkalla aðstoð neyðarlínunnar þegar kærastan hefur valdið slysi? Þetta reyndist vera einn og sami maðurinn. Hann fékk „tiltal“. Halda áfram að lesa

Afglapaskrá lögreglunnar 2011 -inngangur

Af og til birtast fréttir af undarlegum vinnubrögðum lögreglu og dómstóla, valdníðslu og jafnvel hreinu og kláru ofbeldi. Sjaldgæft er þó að kærur á hendur lögreglunni fari fyrir dóm enda kannski ekki við því að búast þegar um er að ræða stofnun sem hefur eftirlit með sjálfri sér. Það er í rauninni ótrúlegt að ekki skuli vera til nein óháð eftirlitsstofnun eða embætti sem fylgist með störfum lögreglunnar og nú þegar við sjáum fram á að frumvarp um auknar njósnaheimildir lögreglu, verði lagt fram á Alþingi, er sérstök ástæða til þess að koma slíku embætti á. Halda áfram að lesa

Afglapaskrá lögreglunnar

Ég hef ákveðið að taka saman afglapaskrá lögreglunnar.

Ég ætla strax að fara að halda afglapadagbók fyrir árið í ár, ekki seinna vænna, því afrekin hrannast upp. Mig langar einnig að safna saman atvikum frá fyrri árum en ætla að leggja alla áherslu á þetta ár til að byrja með. Mig langar að koma afglapaskrá áranna 2009 og 2010 í birtingu fyrir áramót  því þannig er alltaf hægt að bæta inn í síðar. Mér sýnist skráin fyrir 2009 vera orðin svo umfangsmikil að það krefjist töluverðrar vinnu að skrá og leggja út af öllum þeim fjölda atvika og til að ná þeim áhugaverðustu fyrir áramót þyrfti ég að fá aðstoð. Halda áfram að lesa