Það er enginn að mæla gegn aðhaldi með fjölmiðlum

Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor í fjölmiðlarétti, birti í gær skoðanapistil á Vísi undir heitinu Víðir Reynis og samfélagslegi sáttmálinn. Greinin er augljóslega viðbragð við pistli Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur Þarf ég að hætta að hlýða þér Víðir? enda þótt þess pistils eða höfundar hans sé í engu getið. Halda áfram að lesa

Share to Facebook

Meira en 50 milljónir á flótta í eigin landi

Straumur flóttamanna til Evrópu á síðustu árum hefur ekki farið fram hjá neinum. Fjöldi manns setur sig í lífshættu árlega til að komast yfir landamæri og margir týna lífi á leiðinni. Það sem af er árinu 2020 hefur yfirvöldum verið tilkynnt um minnst 760 manns sem hafa látist á flóttanum eða er saknað. En hörmungunum lýkur ekki þótt fólk komist á áfangastað. Oft eru hælisleitendur í biðstöðu árum saman, margir heimilslausir og margir á hrakningum milli landa. Halda áfram að lesa

Share to Facebook

Hvað merkir hungur á bíblíuskala?

Forstöðumaður neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna hefur sagt að samfara kórónufaraldrinum megi búast við hungursneyð „á biblíuskala“. Fjölmiðlar víðsvegar um heim hafa slegið þessum ummælum upp í fyrirsögnum en fáir hafa gert tilraun til að skýra merkingu þessara orða. Halda áfram að lesa

Share to Facebook

Undarlegt innskot í líkræðu

Fyrir skömmu sá ég umræður á Facebook um jarðarfarir og pælingar um það hvort skipti nokkru máli hvaða kirkju fólk veldi ef það leitaði ekki til annarra trú- eða lífsskoðunarfélaga. Halda áfram að lesa

Share to Facebook

Meira en 2000 vilja láta smita sig af kórónu

Vaxandi áhugi er fyrir þeirri hugmynd að flýta fyrir þróun kórónufaraldursins með því að smita unga, heilbrigða sjálfboðaliða og mynda þannig hjarðónæmi án bólusetningar. Grasrótarhreyfing sem kallar sig „Deginum fyrr“ (1 Day Sooner) skráir sjálboðaliða á netinu og þegar þetta er ritað hafa 2384 manns frá 52 löndum boðið sig fram. Halda áfram að lesa

Share to Facebook

Svíar fórna öldruðum

Ég á ekki orð til að lýsa viðbjóði mínum á þeirri stefnu sem Svíþjóð framfylgir vegna kórónufaraldursins, en ef ég ætti að fá lánaðan orðaforða myndi ég leita til Kristins Hrafnssonar. Í gær fjallaði ég um þau rök að ákvörðun um samkomutakmarkanir byggi ekki á vísindum og niðurstaðan er sú að sænska leiðin byggi ekki á siðferði. Halda áfram að lesa

Share to Facebook

Spjall um fjölmiðlafrelsi í Harmageddon

https://www.visir.is/k/9f1fa588-8ecd-478f-ab94-4f25b23428ac-1587565544821

Share to Facebook

Sænska leiðin er ekki byggð á siðferði

Johan Giesecke, ráðgjafi sænskra stjórnvalda um viðbrögð við kórónuveikinni, telur að ráðgjöf hans hafi verið til fyrirmyndar. Hér er viðtal við hann og stutt samantekt á helstu röksemdum. Við þær er margt að athuga. Við skulum skoða viðtalið – hvern punkt fyrir sig. Hér er sá fyrsti: Halda áfram að lesa

Share to Facebook

Ætlar Sannleiksráðuneytið að leiðrétta heilbrigðisyfirvöld?

Mér varð satt að segja nokkuð brugðið þegar ég sá að ein þeirra sem eiga sæti í vinnuhópi sem stefnt er gegn „upplýsingaóreiðu“ Anna Lísa Björnsdóttir hefur birt lista yfir áreiðanlega blaðamenn „og aðra“ sem skrifa um kórónufaraldurinn. Halda áfram að lesa

Share to Facebook

Meðlimur í ritskoðunarhópi Þjóðaröryggisráðs birtir lista yfir áreiðanlega blaðamenn

Ég hef þegar velt vöngum yfir þeirri undarlegu ákvörðun að koma á fót vinnuhópi sem á að skera úr um það hvaða upplýsingar teljist falsfréttir. Sérstaklega í ljósi þess að þegar hafa komið fram vægast sagt vafasamar hugmyndir um það hvað teljist falsfrétt og hvað ekki.

Halda áfram að lesa

Share to Facebook