Neyðarástand er kjörlendi fasisma

Þegar ógn steðjar að samfélögum reiðir almenningur sig á leiðtoga.
Við stöndum frammi fyrir því núna að vegna krúnuveikinnar hefur frelsi okkar verið skert og það skynsamlegasta sem við getum gert er að sætta okkur við samkomubann og fyrirmæli um sóttkví á meðan ógnin er fyrir hendi. En gleymum því ekki að um leið og við gefum eftir hluta af frelsi okkar og réttindum er lýðræðinu líka hætta búin. Halda áfram að lesa

Er Ísland að fara sömu leið og Suður-Kórea?

Þegar Alþjóðaheilbrigðsmálastofnunin lýsti yfir neyðarástandi vegna kórónufaraldurs í Kína voru fyrstu viðbrögð íslenskra sérfræðinga þau að þessi yfirlýsing væri nú bara svona samstöðuaðgerð og að þetta væri ekkert skæðari farsótt en hver önnur flensa. Þann 26. febrúar, þegar krúnusmit hafði verið staðfest á Íslandi, taldi sóttvarnalæknir líklegt, í ljósi þróunarinnar í Kína, að 300 smit myndu greinast á Íslandi og um 10 manns láta lífið. Halda áfram að lesa

Ísland best í heimi – líka í sóttvörnum

„Allir þeir sem hafa komið að utan og við höfum greint með sýkingu eru íslenskir ferðamenn.“ Þetta var haft eftir sóttvarnarlækni í fjölmiðlum fyrir viku. Ekki fylgir sögunni hversu margir erlendir ferðamenn höfðu verið prófaðir. Daginn eftir lést erlendur ferðamaður af völdum veirunnar og konan hans greindist einnig með kórónu og var sett í einangrun. Samkvæmt erlendum fréttum var hinn látni 36 ára. Ekki hef ég orðið þess vör að blaðamenn spyrðu sóttvarnarlækni út í það hvort til stæði að skima fyrir veirunni hjá fleiri ferðamönnum. Halda áfram að lesa

Gættu að því hvenær þú veikist maður!

Ég er svo lánsöm að eiga lögheimili erlendis og  þarf því aldrei að hafa áhyggjur af kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Hef því ekki haft neina praktíska ástæðu til að kynna mér nýja greiðsluþátttökukerfið vegna heilbrigðisþjónustu sem tók gildi núna 1. maí. Ég hélt jafnvel að það væri notendum til mikilla hagsbóta því kona sem ég þekki og hefur átt við mikil veikindi að stríða síðustu árin sagði mér að hún hefði farið til læknis í júní og ekki þurft að greiða nema brot af því sem hún hafði greitt síðast. Halda áfram að lesa

Alveg jafn skítsama um góð ráð og Eygló sjálfri

Miðsvæðis í Reykjavík má reikna með að leiguverð fyrir herbergi með aðgangi að eldhúsi, baði og þvottahúsi sé á bilinu 55-70 þúsund. Tveggja herbergja íbúðir kosta oft á bilinu 160-190 þúsund á mánuði. Algengt er að að fólk, hvort heldur er á leigumarkaðnum eða þeir sem búa í „eigin húsnæði“ (sem venjulega er að mestu leyti í eigu lánastofnana) fari með meira en 60% tekna sinna í húsnæðiskostnað. Halda áfram að lesa

Betra eftirlit með örorkusvindlurum

disability_humor_just_in_it_for_the_parking_tees-rd57d0657fcc34574b40a5b6c25b7bfa7_im1ml_1024-688x451RUV birti ekki alls fyrir löngu frétt af 18 ára dreng sem hefur verið fatlaður frá fæðingu en þarf nú að sanna fötlun sína svo hann fái örorkubætur. Enginn vafi hefur leikið á fötlun hans hingað til og móðir hans hefur fengið umönnunarbætur en þar sem hann hefur nú náð 18 ára aldri er tilvalið að nota það tækifæri til að skapa dálítið vesen. Halda áfram að lesa

Boðið pláss í Konukoti, eftir 13 ár á biðlista hjá borginni

lykill

Framkvæmdirnar við Grettisgötu hafa ekki aðeins vakið reiði vegna fyrirætlana um að rífa hús og fella tré, heldur kemur yfirgangur hins nýja eiganda einnig illa við íbúana. Nýi eigandinn er Nordik lögfræðiþjónusta sem samkvæmt upplýsingum Kvennablaðsins er leppur fyrir þýska fjárfesta. Halda áfram að lesa

Leiðbeiningar fyrir öryrkja

kvittun

Þingmenn allra flokka hafa farið þess á leit við félagsmálaráðherra að gefinn verði út leiðbeiningabæklingur fyrir öryrkja um réttindi þeirra og hvert þeir eigi að snúa sér til að sækja þann rétt. Þetta þykja mér góðar fréttir enda er örugglega þörf á slíkum bæklingi. Útlendingar á Íslandi þurfa líka á leiðarvísi að halda, kannski verða þeir næstir. Halda áfram að lesa