Er að léttast :)

Myndin er eftir Saudeck

Við komum heim á sunnudag og frá og með þeirri stund er ég í alvöru megrun. Aðalmarkmiðið er að hætta að borða í hugsunarleysi, af tómum leiðindum eða vana eða bara af því að eitthvað gott er í boði. Venjulega er það langt frá því að vera síðasta tækifæri í lífinu til að borða kökuna/snakkið/sósuna svo ég getur bara gert það einverntíma seinna þegar ég er í alvöru svöng. Halda áfram að lesa

Þetta er ekki hungur

Mín innri feitabolla er að reyna að sannfæra mig um að nú sé góður tími til að borða eitthvað. Bara eitthvað. Ég er ekki svöng. Borðaði tvö svínarif og banana um kl hálf tíu í morgun og svo kaffi með mikilli mjólk. Ég var reyndar svöng í alvöru en hefði vel getað beðið í háftíma án þess að líða beinlínis illa. Vanrækti það, sem er svindl. Smásvindl. Halda áfram að lesa

Sveltið virkaði

Hah! Ég er hætt að vera feitabolla. Nú verður sko étið…

Posted by Eva Hauksdottir on 24. febrúar 2014

Feitabollubömmer

Mig langar í mat sem er dísætur, löðrandi í fitu og hitaeiningalaus.

Posted by Eva Hauksdottir on 29. janúar 2014

Sjónhverfingar 1 – varir

Samningurinn sem ég gerði við djöfulinn hérna um árið virðist vera fallinn úr gildi. Allavega er andlitið á mér farið að lafa. Krem virka ekki rassgat og þau húsráð sem ég hef séð á netinu eru bæði ótrúverðug og til þess fallin að rýra lífsgæði mín meira en eilíf æska myndi gleðja mig. Halda áfram að lesa

Í matinn

Glími við fyrstaheimsvandamál eins og hvað ég eigi að elda í kvöld. Þarf að vera ægilega gott, má kosta mikla fyrirhöfn en helst ekki innihalda neinar hitaeiningar.

Posted by Eva Hauksdottir on 21. janúar 2013

Kartöflur í staðinn fyrir rjóma

Ég þyngdist um 3 kg á 4 vikum. Ég þurfti ekkert að hafa fyrir því. Bara að standa á beit allan daginn og ekki í gulrótum og gúrkum heldur konfekti og kökum. Harðfiskur með smjöri sem kvöldsnakk. Brauð með súpunni, eftirréttir með rjóma. Kjöt og sósur á hverjum degi. Ef ekki heil kjötmáltíð þá allavega flatkökur og hangikjöt. Halda áfram að lesa