Myndin er eftir Saudeck
Við komum heim á sunnudag og frá og með þeirri stund er ég í alvöru megrun. Aðalmarkmiðið er að hætta að borða í hugsunarleysi, af tómum leiðindum eða vana eða bara af því að eitthvað gott er í boði. Venjulega er það langt frá því að vera síðasta tækifæri í lífinu til að borða kökuna/snakkið/sósuna svo ég getur bara gert það einverntíma seinna þegar ég er í alvöru svöng. Halda áfram að lesa
Mín innri feitabolla er að reyna að sannfæra mig um að nú sé góður tími til að borða eitthvað. Bara eitthvað. Ég er ekki svöng. Borðaði tvö svínarif og banana um kl hálf tíu í morgun og svo kaffi með mikilli mjólk. Ég var reyndar svöng í alvöru en hefði vel getað beðið í háftíma án þess að líða beinlínis illa. Vanrækti það, sem er svindl. Smásvindl.
Ég drakk frosna Margarítu í gær og það passar nú ekki við það sem ég einsetti mér bara
Ég er orðin feitabolla. Hef svosem verið það í allt sumar og hugsa daglega að nú ætli ég að fara að gera eitthvað í þessu. Ég hef enga afsökun, á ekki einu sinni neitt sérlega erfitt með að láta á móti mér að borða meira en ég þarf, ég hef bara verið of kærulaus.
Ég hef lítið notað
Augnpokarnir á mér eru farnir að sveiflast upp fyrir augu þegar ég geng stiga. Sem kemur reyndar ekki að sök þar sem ég hef ekki gengið stiga síðan 14. janúar. Verra með útlitið.
Samningurinn sem ég gerði við djöfulinn hérna um árið virðist vera fallinn úr gildi. Allavega er andlitið á mér farið að lafa. Krem virka ekki rassgat og þau húsráð sem ég hef séð á netinu eru bæði ótrúverðug og til þess fallin að rýra lífsgæði mín meira en eilíf æska myndi gleðja mig.