Ég hef stundum kvartað yfir því að blaðamennska á Íslandi sé á lágu plani. Að engu sé fylgt eftir, að hlutverk fréttamanna sé aðallega það að halda á hljóðnema og þeir þurfi í raun ekki að kunna neitt nema nota copy-paste skipunina og renna erlendum fréttum í gegnum þýðingarvél. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Menning, listir og fjölmiðlar
Næstmesta smekkleysa síðustu daga
Sé ennþá á bloggáttinni fyrirsögnina „Matthías týndur“. Ég veit ekki hvort þetta er algert dómgreindarleysi hjá blaðamanninum eða bara fullkomin smekkleysa. Kannski þetta eigi bara að vera fyndið? Halda áfram að lesa
Af uppeldi menntskælinga
Menntskælingur tekur viðtal við glamúrbófa og allt verður vitlaust. Skólameistari biðst afsökunar og menn henda á milli sín hugmyndum um að ritskoða þurfi framhaldsskólablöð. Menn spyrja hvort börnin séu gengin af göflunum. Halda áfram að lesa
Tepruskapurinn í kringum Chomsky
Egill Helgason ympraði á því svona í framhjáhlaupi.
Annars hafa fjölmiðlar kallað Noam Chomsky mesta hugsuð samtímans, áhrifamesta þjóðfélagsrýninn, einn vinsælasta álitsgjafann, þeir hafa jafnvel kallað hann aktivista þótt hann hafi nú lengst af verið meiri hugmyndfræðingur en aktivisti.
Af einhverjum dularfullum ástæðum virðist það vera einhverskonar feimnismál að Noam Chomsky, vinsælasti spekingur samtímans er anarkisti. Hefur m.a.s. lýst sjálfum sér sem anarco syndicalista. Af einhverjum undarlegum ástæðum er eins og megi alls ekki minnast á að samfélagsrýni hans ber öll meiri eða minni (aðallega meiri) keim af þeirri skoðun að yfirvald sé almennt til óþurftar og að hann telur yfirvald eingöngu eiga rétt á sér í þeim tilgangi að vernda og hjálpa, t.d. vald til að bjarga lífi manns sem er ekki í ástandi til að gefa samþykki.
Af einhverjum ástæðum nefnir enginn að andúð Chomskys á hernaði, áhugi hans á mannréttindum og tjáningarfrelsi, gagnrýni hans á stóriðju, þjóðernishyggju og jafnvel þjóðríkið og sú skoðun hans að kapítalismi og lýðræði fari illa saman, eru hugmyndir sem flestir anarkistar eiga sameiginlegar (enda þótt vitanlega deili fleiri einhverjum þessara hugmynda eða öllum.)
Nú er Chomsky sjálfur ekkert sérlega gefinn fyrir merkimiða og þótt öll hans orðræða beri þess merki að hann er anarkisti þá er hann ekkert að stagast á því sjáfur. Engu að síður eru íslenskir fjölmiðlar almennt frekar áhugasamir um stjórnmálaskoðanir mikilla áhrifamanna og því hlýtur sú spurning að vakna hvers vegna Íslendingar virðast forðast að nefna þá mikilvægu staðreynd að Noam Chomsky er anarkisti.
Líklega er það vegna þess að hann er hvorki með hanakamb né groddalokka og klæðist ekki fötum sem frænka hans keypi á nytjamarkaði og henti svo þegar hún úrskurðaði þau ónýt 6 árum síðar. Það er nokkuð ljóst að virðulegur, eldri prófessor í kaðlaprjónspeysu getur varla verið anarkisti. Ekki fremur en íslenskir góðborgarar geta verið nazistar nema bera hakakross. Eða ef hann er nú samt anarkisti, þá er allavega eins gott að nefna það ekki, því ekki viljum við nú koma óorði á fordóma Íslendinga gagnvart anarkisma.
Af hverju þurfa blaðamenn ekki að geta heimilda?
Af hverju eru blaðamenn undanþegnir þeirri ágætu reglu að geta heimilda? Ég fer ekki fram á að þeir stofni heimildamönnum sínum í lífshættu en í flestum tilfellum væri mjög handhægt fyrir netmiðla að tengja beint á þær fréttir og greinar sem umfjöllun þeirra er unnin upp úr. Halda áfram að lesa
Af merkingu orða
Skömmu eftir að ég flutti til Danmerkur, spurði ég vinnufélaga mína út í merkingu staðarnafna. Sérstaklega lék mér forvitni á merkingu endinganna t.d. -strup, -rup, -lev, -böl, o.fl. Svörin sem ég fékk voru öll á þá leið að þessir orðhlutar merktu ekkert, þetta væru bara nöfn. Og þetta átti ekki bara við um endingar. Mér finnst t.d. líklegt að Bojskov merki Beykiskógur. Þar er mikið af beyki og mér dettur í hug að boj- sé komið úr þýsku eða eldri dönsku en á tveimur árum hef ekki fengið staðfestingu á grun mínum um Beykiskóginn, né hefur neinn gefið mér aðra skýringu. Fólk segir bara að Boj- merki ekki neitt, það sé bara nafn. Halda áfram að lesa
Af nýstárlegum löggæsluaðferðum Þvagleggs sýslumanns
Þvagleggur sýslumaður er frumlegur maður. Maður sem hugsar út fyrir kassann og beitir áður óþekktum aðferðum í baráttunni gegn glæpum. Þolendur kynferðisbrota hafa nú eignast nýjan og öflugan málsvara í þessum óvenjulega fulltrúa réttlætisins og gleður það mig ósegjanlega. Halda áfram að lesa
Ræðan hans Hauks
Fjölmenning sem gengur aðeins út á það að kynna dansa frá Balí eða tailenskan mat mun aldrei taka á hinum raunveulegu vandamálum sem fylgja kynþáttahyggju.
Haukur fékk ekki að halda ræðu, nefndin vildi bara ‘skemmtiatriði’. Hann sá við því með því að syngja ræðuna. Halda áfram að lesa
Þú sem rekur fjölmiðil
Nokkrar vísbendingar um að þú ættir kannski að hætta að reyna að reka alvarlegan fjölmiðil og sækja frekar um vinnu á Barnalandi.
Að banna vonda list
Ég var í 3ja bekk í grunnskólanum í Njarðvík.
Kennarinn minn, Ester, hélt vinnubók eins drengjanna á lofti og fyrirlitningin skein af henni. Það voru grautarklessur á bókinni.
-Grautarklessur, hafiði vitað annað eins!
Drengurinn sökk lengra og lengra niður á meðan hún flutti fyrirlestur um meðferð bóka og almenna snyrtimennsku og æ síðan hefur mér verið ljóst að þeim verður snarlega úthýst úr himnaríki sem klessa graut á bækur. Aldrei klessi ég graut á bækur. Ég þori ekki einu sinni að skrifa í þær. Halda áfram að lesa
-Þú skilur ekki muninn á fréttamanni og lélegum bloggara.
-Þú skilur ekki siðleysið sem felst í svona vinnubrögðum eða þá að þér er bara sama.
-Þú álítur að þetta sé dæmi um viðunandi íslenskukunnáttu blaðamanns.
-Þú tekur frábæran samfélagsrýni af áberandi stað á netsíðunni og setur þetta í staðinn.
Halda áfram að lesa →