Seinna í dag hitti ég konsúlinn og gef Alþingi skilaboð um álit mitt á stjórnarskrártillögunni. Ég álít hreint ekki að hún sé gallalaus en til þess að ný stjórnarskrá verði tekin upp þarf umræða að fara fram í þinginu. Þessvegna ætla ég að mæla með því að tillaga Stjórnlagaráðs verði lögð til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Lýðræði og stjórnsýsla
„Það var búið að lofa henni ráðherrastól“
Katrín Júlíusdóttir búin með barneignafríið og nú þarf að stokka upp ríkisstjórnina af því að „það var búið að lofa henni ráðherrastól“. Fyrirgefið en hver er þessi „það“ sem lofaði henni ráðherrastól og með hvaða rétti?
Nú sé ég margra halda því fram að hún eigi eins og aðrir launamenn rétt á því að halda starfinu sínu þótt hún fari í barneignafrí. Þeir hinir sömu virðast líta fram hjá tvennu: Halda áfram að lesa
Að leggja deilumál til hliðar
Stundum getur verið nauðsynlegt að leggja deilumál til hliðar. Fjölskyldur gera það t.d. iðulega í jarðarförum og á jólunum. Vegna þess að stundum hefur fólk þörf fyrir að halda friðinn og hugsa um það eitt að komast stóráfallalaust í gegnum daginn. Halda áfram að lesa
Ekki lengur svalur forseti
Ólafur Ragnar er sumsé ákveðinn í að halda áfram. Og alveg búinn að gleyma því að hann bauðst til þess af göfuglyndi sínu að sitja tvö ár í viðbót. (Einar Karl kjarnhreinsaði framboð Ólafs hér, jafnvel Lára Hanna hefði ekki skafið jafn snyrtilega utan af honum.) Halda áfram að lesa
Hvaða hæfileika þarf forseti að hafa?
Ég get hugsað mér skilvirkara stjórnarfar en lýðræði og ef ég tryði á fyrirbærið „fullkomin manneskja“ þá vildi ég taka upp menntað einræði. Gallinn er sá að jafnvel þótt til kunni að vera manneskja sem engin hætta er á að misnoti slíkt vald hefur sú hin sama sennilega nógu mikla óbeit á fáræði til þess að vera ófáanleg til að gegna slíkri stöðu. Þessvegna vil ég sem mest lýðræði, enda þótt fólk sé að jafnaði vanhæft, því ég held að vanhæfni margra jafningja sé minna skaðleg en vanhæfni eins yfirboðara. Halda áfram að lesa
Af brennandi tittlingum og ÁTVR
Samfélag sem einkennist af klámvæðingu, eiturlyfjaneyslu og ofbeldi, þarf á siðvæðingu að halda. Og þar sem Íslendingar eru svo heppnir að eiga sér siðvæðingarfrömuði, er von til þess að þeim sé viðbjargandi. Ólíkustu aðilar hafa tekið að sér baráttu gegn klámi og öðrum dónaskap, þ.á.m. feministahreyfingin, Snorri í Betel og ÁTVR.
Það er út af fyrir sig ánægjulegt að fyrirtæki eins og ÁTVR skuli hefja siðvæðinguna hjá sjálfu sér og nú þegar hefur siðanefndin afstýrt tveimur stórslysum; annarsvegar því að klámsíderinn Tempt 9 yrði markaðssettur á Íslandi og nú nýverið var rauðvíni með nafni hljómsveitarinnar Motörhead hafnað. Halda áfram að lesa
Bylting – og hvað svo?
Ég er búin að hugsa svo mikið um þetta. Það er semsagt fullkomlega eðlilegt að skilja ekki vexti, vísitölur og önnur hagfræðihugtök, þau eru nefnilega fullkomlega óeðlileg og álíka gagnleg og flatlús. Halda áfram að lesa
Pólitískt uppeldi á leikskólum
Þeir eru sennilega fáir sem átta sig á því hvað það er merkilegt að leikskólabörn taki virkan þátt í því að búa til umferðarmerki.
Þetta er nefnilega alls ekki bara krúttlegt uppátæki heldur hápólitísk aðgerð. Sú stefna að virkja börn til þátttöku í svona verkefnum er nefnilega liður í því að skapa þátttökusamfélag. Raunverulegt lýðræði þar sem hver einasti borgari hefur raunverulegt tækifæri til að setja mark á umhverfi sitt og hafa áhrif á umræðuna. Halda áfram að lesa
Völd til hvers?
Já, auðvitað snýst póltík um völd. Völd til að framfylgja hugsjónum sínum og gera heiminn betri, kann einhver að segja. Halda áfram að lesa
Játning Vigdísar
Frú Vigdís Finnbogadóttir hefur nú gefið upp afstöðu sína í icesave málinu og eins og við er að búast er margur dálítið hissa á því. Sumum finnst það óviðeigandi af manneskju í hennar stöðu og svo eru þeir til sem lýsa hana svikara og landráðamann og álíta að kona með hennar eftirlaun ætti nú bara að halda sér saman. Halda áfram að lesa