Játning Vigdísar

Frú Vigdís Finnbogadóttir hefur nú gefið upp afstöðu sína í icesave málinu og eins og við er að búast er margur dálítið hissa á því. Sumum finnst það óviðeigandi af manneskju í hennar stöðu og svo eru þeir til sem lýsa hana svikara og landráðamann og álíta að kona með hennar eftirlaun ætti nú bara að halda sér saman.

Mér ofbýður skítkastið sem Vigdís hefur fengið á sig vegna þessarar játningar og finnst með ólíkindum að nokkur geti álitið að há eftirlaun fyrirgeri tjáningarfrelsi fólks. Manneskjan nýtur sama tjáningarfrelsis og aðrir þótt hún hafi einu sinni verið forseti og ég ætla rétt að vona að menn fari ekki að líta eftirlaun forseta sömu augum og starfslokasamninga hjá stórfyrirtækjum, sem eru stundum ekkert annað en mútugreiðslur, laun fyrir að halda kjafti.

Auðvitað hefur Vigdís Finnbogadóttir sama rétt og annað fólk til að segja skoðanir sínar á icesave málinu. Það er hinsvegar athyglisvert að hún skuli gera það, því hún er alls ekkert vön því að ræða skoðanir sínar á umdeildum málum opinberlega.

Maður hlýtur að spyrja hversvegna jafn grandvör manneskja og Vigdís, kona sem kannski kemst næst því núlifandi Íslendinga að vera sameiningartákn þjóðarinnar (sem ég get nú reyndar ekki séð að sé neitt sérstaklega sameinuð) gefur upp skoðanir sínar á einhverju mesta hitamáli Íslandssögunnar.

Á hún meiri hagsmuna að gæta en meðalmaðurinn? Eða var hún beitt þrýstingi til þess?

 

Share to Facebook

One thought on “Játning Vigdísar

  1. ———————-

    Eða getur kannski verið að hún óttist að þjóðin sé að fara að gera stór mistök?

    Verð að viðurkenna að Vigdís er einn af fáum opinberum Íslendingum sem ég treysti til að setja hag þjóðarinnar ofar persónulegum hagsmunum.

    Posted by: Ása | 9.04.2011 | 11:18:45

    Hún vildi ekki setja EES í þjóðaratkvæði. Voru það mistök?

    http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=125293&pageId=1778442&lang=is&q=Vigd%EDs%20Finnbogad%F3ttir

    Posted by: Elín Sigurðardóttir | 9.04.2011 | 11:24:52

    ———————-

    Eða getur kannski verið að hún óttist að þjóðin sé að fara að gera stór mistök?

    Verð að viðurkenna að Vigdís er einn af fáum opinberum Íslendingum sem ég treysti til að setja hag þjóðarinnar ofar persónulegum hagsmunum.

    Posted by: Ása | 9.04.2011 | 12:01:13

    ———————-

    Ég held að Vigdís sé ekki kona sem lætur eiginhagsmuni eða þrýsting stjórna sér. Ég held að hún með einlægni vilji landinu sínu vel Ég held að Vigdís sé fyrst og fremst friðarsinni.

    Posted by: Steini | 10.04.2011 | 2:23:07

    ———————-

    Ég velti oft fyrir mér hvort það sé stéttaskipting á Íslandi og hafi alltaf verið. En það er bara svo falið.
    Yfirstéttin er menntuð og hefur sterk tengsl í valdastofnanirnar. Eðli yfirstéttar er að þjóna og viðhalda valdastrúktúrnum.
    Forréttindastéttin á Íslandi hefur oft þóst vera vinstri sinnuð en þegar til á að taka þá stendur hún með sínu kerfi. Kerfinu sem viðheldur henni.

    Posted by: Rósa | 10.04.2011 | 9:37:41

    ———————-

    Vigdís á að sjálfsögðu að hafa rétt til að segja hvað henni finnst, eins og allir aðrir, og ef það er hægt að flokka fólk þannig, þá er kannski ennþá sjálfsagðara að fólk sem er almennt borin virðing fyrir og tekið mark á, tjái sig um mikilvæg mál, jafnvel þótt ég sé ósammála því sjálfur. Friðarsinni er hún vafalítið, en þarna hafi átakafælni haft meiri áhrif á hana.

    Posted by: Vésteinn Valgarðsson | 10.04.2011 | 14:06:34

Lokað er á athugasemdir.