Undarleg og ósannfærandi finnst mér sú hugmynd sem einhverjir halda nú á lofti að það sé tilgangslaust að berjast fyrir endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna, nú þegar Sævar er látinn. Þeir eru einnig til sem álíta að það sé tillitsleysi við fjölskyldur þeirra sem í hlut eiga að krefjast endurupptöku. Sumir halda því fram að þar sem enginn sýndi þessum málum áhuga áður, þá sé það tóm hræsni að fara af stað með einhverjar stuðningsaðgerðir nú. Sennilega er lítil þörf á að taka það fram að þeir sem nú hrópa hræsni hræsni lyftu fæstir litla fingri til að gera eitthvað í málunum sjálfir á meðan Sævar lifði. Halda áfram að lesa →