Þarf að hreinsa út úr Hæstarétti?

Vinsamlegast hlustið á viðtalið við Ragnar Aðalsteinsson.

Það er semsagt ekki hægt að fá málið tekið fyrir hjá mannréttindadómstólum. Og jafnvel þótt óháð rannsóknarnefnd komist að þeirri niðurstöðu að rannsóknaraðferðir hafi verið ólögmætar, munu sakborningar ekki fá uppreisn æru við það. Halda áfram að lesa

Um meinta hræsni varðandi Geirfinnsmálið

Undarleg og ósannfærandi finnst mér sú hugmynd sem einhverjir halda nú á lofti að það sé tilgangslaust að berjast fyrir endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna, nú þegar Sævar er látinn. Þeir eru einnig til sem álíta að það sé tillitsleysi við fjölskyldur þeirra sem í hlut eiga að krefjast endurupptöku. Sumir halda því fram að þar sem enginn sýndi þessum málum áhuga áður, þá sé það tóm hræsni að fara af stað með einhverjar stuðningsaðgerðir nú. Sennilega er lítil þörf á að taka það fram að þeir sem nú hrópa hræsni hræsni lyftu fæstir litla fingri til að gera eitthvað í málunum sjálfir á meðan Sævar lifði. Halda áfram að lesa

Þvaglegg sýslumann vantar tölvuleik

Embættisafglöp Þvagleggs sýslumanns eru efni í heila sjónvarpsþáttaröð. Samt virðist vera útilokað að koma manninum frá völdum. Þetta er einn af mörgum ókostum þess að búa við yfirvald. Þeir sem misnota vald sitt sitja bara sem fastast, árum saman. Þeir stjórna ekki bara ákveðnum verkefnum, þeir hafa eins og nafnið gefur til kynna, vald yfir okkur hinum.

Halda áfram að lesa

Þegar Þvagleggur sýslumaður gerðist aðalpersóna í fjölskylduharmleik

Sögurnar af óvenjulegum vinnubrögðum Þvagleggs sýslumanns, gætu eflaust fyllt heila bók. Flestir þekkja söguna af því hvernig Þvagleggur fékk viðurnefni sitt en ég hygg að einhverjir hafi gleymt sögu Helgu Jónsdóttur og fjölskyldu hennar. Sú saga varpar ljósi á frumlegar hugmyndir Þvagleggs sýslumanns um refsivörsluástæður. Halda áfram að lesa

Af nýstárlegum löggæsluaðferðum Þvagleggs sýslumanns

Þvagleggur sýslumaður er frumlegur maður. Maður sem hugsar út fyrir kassann og beitir áður óþekktum aðferðum í baráttunni gegn glæpum. Þolendur kynferðisbrota hafa nú eignast nýjan og öflugan málsvara í þessum óvenjulega fulltrúa réttlætisins og gleður það mig ósegjanlega. Halda áfram að lesa