Forgangsröðin á hreinu

Síðasta vetur losnaði gangstéttarhella fyrir framan búðina mína á Vesturgötunni. Í húsinu búa tveir eldri borgarar en hinum megin við götuna er heilsugæslustöð þar sem m.a. fer fram ýmis þjónusta fyrir eldra fólk. Fótafúið fólk á því oft leið hér um og ég hafði áhyggjur af því að þessi hella hefði í för með sér slysahættu. Halda áfram að lesa

Dæmd …

… sek, fyrir að hafa óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Ekkert tillit tekið til þess hvernig siðmenntaðar þjóðir fara með sambærileg mál. Fyrir nú utan það að hvað sjálfa mig varðar a.m.k. þá hefur ekkert komið fram sem styður þá tilgátu að ég hafi óhlýðnast einu eða neinu enda var mér ekkert boðið upp á að færa bílinn sjálf eftir að fólkið hafði verið losað undan honum.

Hér má lesa dóminn.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig mál vörubílstjóra, sem sköpuðu raunverulega truflun og raunverulega hættu, verður dæmt.

Við förum auðvitað með þetta fyrir Hæstarétt.

 

Sjáðetta hvíta…

er sérsveitin að skíta… á sig af spenningi yfir því hver fái að prófa byssuna næst?

Mér yrði ekki rótt ef ég vissi af hvítabirni í bakgarðinum hjá mér. En er það samt ekki fulllangt gengið að senda gæsluna af stað í hvert sinn sem einhverju hvítu bregður fyrir úti í rassgati? Og af hverju í fjandanum er Landhelgisgæslan bara notuð til að leita að björnum en ekki til að bjarga þeim? Halda áfram að lesa

Ósigur yfirvofandi

Röddin í símanum var klökk.

-Helvítin hafa vaðið hér um allar sveitir síðustu vikur og herjað á fólk, og mest þá sem þeir vita að eru í fjárhagsvandræðum. Í allavega einu tilviki óðu þeir inn á landareign til að gera einhverjar rannsóknir án leyfis landeiganda, töluðu bara við unglinginn á heimilinu og fannst það víst nóg. Ég hef aldrei heyrt jafn þungt hljóð í mínum félögum fyrr. Björk er víst komin með einhverja bakþanka, ekkert víst að hún komi hingað austur og það stendur til að samningar við landeigendur í Rangárvallasýslunni verði undirritaðir á mánudaginn. Við erum hrædd um að Landsvirkjun komi hingað með vinnuvélar strax í næstu viku.

Halda áfram að lesa

Gullkorn úr stóra vegatálmunarmálinu

Lesendum til skemmtunar ætla ég nú loksins að birta nokkur gullkorn úr vitnaleiðslum og málflutningi í stóra vegatálmunarmálinu. Þess ber að geta að ég hef ekki upptökur tiltækar, svo þótt ég setji þetta upp sem samtöl getur vel verið að orðalag sé lítillega breytt og það sama á við um atburðaröðina. Halda áfram að lesa

Réttarhöldum frestað

Á 46 ára starfsferli Ragnars Aðalsteinssonar, gerðist það í fyrsta sinn í dag, að aðalmeðferð máls var frestað eftir að hún hófst (eftir að hafa verið frestað tvívegis áður) vegna þess að eitt vitna ákæruvaldsins forfallaðist.Það nánast sauð á honum. Sagði að þessi afgreiðsla hefði kannski verið réttlætanleg í morðmáli.

Þetta var afskaplega umbloggunarverður dagur en þar sem málinu var frestað, þrátt fyrir afdráttarlaus mótmæli verjanda og þar sem vitnaleiðslum er ekki lokið verða fréttirnar að bíða birtingar.

Ótrúleg saga

Saga svo lygileg að ég gæti hafa skrifað hana sjálf en sannleikur engu að síður:Málið hófst sumarið 2006 með því að Arninbjörn Snorrason, lögregluþjónn sem kunnur er fyrir ofsa og harðræði gegn þeim sem hafa aðrar pólitískar skoðanir en hann sjálfur, ók fjórhjóladrifnum jeppa að tjaldbúðum mótmælenda í nágrenni Kárahnjúka. Engin aðgerð var í gangi og matmálstími að hefjast þegar Arinbjörn og félaga bar að garði. Tilgangur þeirra var augljóslega sá að ónáða og ögra fólkinu á tjaldstæðinu og ákvað Ólafur Páll Sigurðsson ásamt nokkrum öðrum að gefa sig á tal við gestina og gekk hópurinn í átt að bílnum.

Halda áfram að lesa