er sérsveitin að skíta… á sig af spenningi yfir því hver fái að prófa byssuna næst?
Mér yrði ekki rótt ef ég vissi af hvítabirni í bakgarðinum hjá mér. En er það samt ekki fulllangt gengið að senda gæsluna af stað í hvert sinn sem einhverju hvítu bregður fyrir úti í rassgati? Og af hverju í fjandanum er Landhelgisgæslan bara notuð til að leita að björnum en ekki til að bjarga þeim? Ég legg til að við skiptum um hlutverk. Látum víkingana um að leita (það er þá hægt að spara nokkra tíma í world class fyrir þá út á hreyfinguna) og köllum svo á gæsluna þegar víkingarnir eru orðnir of þreyttir til að rasa um ráð fram út af einum dauðskelkuðum ísbjarnarflækingi.
Hvernig ætli það sé annars á Grænlandi? Varla standa þarlendir í því að gera út þyrlu, umhverfisráðherra og vopnaða sérsveit í hvert sinn sem fréttist af því að eitthvað hvítt hafi hreyfst? Ég reikna með að byssueign sé öllu algengari en hér en hversu oft ætli grænlenskir heimilsfeður þurfi raunverulega að verja fjölskyldur sínar gegn árásum bjarndýra? Ég gæti náttúrulega spurt Pegasus út í það. Ég held að ef ég byggi á Grænlandi þætti mér meira öryggi í því að eiga mann sem hefði stjórn á hysteríunni í sér en mann sem kynni á riffil.