Á meðan fólkið sem bauð sig fram til þingsetu undir merkjum umhverfisvænnar vinstri hreyfingar keppist við að koma meiri völdum á færri hendur, sitja kjósendur aðgerðalausir og bíða eftir að ‘eitthvað’ gerist. Þeir fáu sem nenna og þora að láta ‘eitthvað’ gerast, vita nú af reynslunni að þeir eru of fáir til að ná árangri. Ekki einu sinni kannabisræktendur ná almennilegum árangri og eru þeir þó öllu fleiri en aðgerðasinnar á Íslandi. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Andóf og yfirvald
Lýðræðið er pulsa
Refsarinn skal sæta refsingu
Fyrir nokkrum árum bjó ég í fjölbýlishúsi og á hæðinni fyrir ofan mig bjó maður sem notaði hávær öskur sem uppeldisaðferð. Varla leið dagur án þess að faðirinn öskraði og barnið gréti og hefði þurft verulega skerta heyrn til að leiða það hjá sér. Halda áfram að lesa
Svar til Hlyns
Hlyni finnst afstaða mín til ofbeldis vera þversagnakennd og svarið útheimtir heila færslu. Flest af þessu hef ég nú svosem sagt einhversstaðar áður.
Ég er mótfallin ofbeldi Hlynur en þar fyrir verður fólk að hafa einhverja leið til að verja sig þegar á það er ráðist. Halda áfram að lesa
Það var málið
Þrátt fyrir síaukna andúð mína á lögreglunni og andstyggð á ofbeldi, finnst mér í ákveðnum tilvikum réttlætanlegt að lögregla beiti ofbeldi að vissu marki. T.d. til að yfirbuga vopnaðan mann sem ógnar öðrum eða stöðva einhvern í því að ganga í skokk á annarri manneskju. Halda áfram að lesa
Hverju myndi það breyta að láta kannabisframleiðslu óáreitta?
3000 plöntur. Ekki 30 heldur 3000. Ég sé nú ekki í hendi mér að íslenskir kannabissalar og neytendur ætli neitt að láta stöðva sig. Halda áfram að lesa
Bréf sem fulltrúum ríkisstjórnarinnar var afhent í morgun
TIL RÍKISSTJÓRNAR ÍSLANDS
-Nokkrar spurningar frá skrílnum sem á að greiða neyðarlánið frá AlþjóðagjaldeyrissjóðnumKæru ráðherrarFyrri ríkisstjórn ákvað, án samráðs við okkur sem eigum að borga brúsann að taka lán hjá þeirri illræmdu stofnun Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Núverandi ríkisstjórn hefur hvorki afþakkað lánið né borið þessa ákvörðun undir okkur –sem eigum að borga. Halda áfram að lesa
Loksins skýr svör varðandi AGS
Sendinefnd AGS (les. fjárhaldsmenn ríkissjóðs) koma í dag til að fylgjast með því að ráðamenn okkar hafi rænu á að vinna vinnuna sína og segja þeim hvernig þeir eigi að stjórna landinu. Það er út af fyrir sig ágætt að þeir fá aðstoð við það en þar sem ‘ráðgjöf’ AGS til flestra þjóða sem hafa fengið neyðarlán, hefur falið í sér þvingun um að einkavæða ríkisfyrirtæki, koma á einokun bandarískra stórfyrirtækja og selja auðlindir (og þannig kippt grunninum undan sjálfstæði þessara ríkja) eru ekki allir jafn hrifnir af því að fá þessa ráðgjafa yfir okkur. Halda áfram að lesa
Skýr svör um aðgerðir vegna fjárhagsvanda heimilanna
Á þeim ágæta vef, island.is, er að finna skýr svör um það hvernig Íslandi verður stýrt fimlega út úr efnahagsvandanum. Svörin eru að vísu ekki öll á vefnum sjálfum en þar eru þá tenglar sem nota má til að rekja sig að svarinu. Það var þannig sem ég fann svarið við því hvað ríkisstjórnin mun gera til að hjálpa mér þegar íbúðin mín fer á nauðungaruppboð. Halda áfram að lesa
Þar féll eitt vígið enn
Ég brást ókvæða við Borgarahreyfingunni. Ekki málefnunum, sem eru stórfín. Ekki heldur því að vinstri sinnað fólk skuli stofna pólitískan flokk sem mun verða til þess að Sjálfstæðisflokkurinn kemst aftur til valda eftir nokkrar vikur. (Ekki svo að skilja að vinstri stjórn með alla sína forræðishyggju sé æskileg, tilhugsunin er bara aðeins minna ógeðsleg en endalaus einkavæðing, stóriðja og leynimakk.) Að sjálfsögðu er hverjum sem er heimilt að stofna stjórnmálaflokk og enginn hefur rétt til að gagnrýna neinn fyrir það. Halda áfram að lesa