Ég hef dálítið velt því fyrir mér undanfarið hvernig við notum orð sem svipur á hvert annað þegar skynsamleg rök þrýtur. Sum orð virðast áhrifameiri en önnur og til þess fallin að þagga niður í viðmælandanum. Ég ætla að skrifa nokkrar færslur um þau orð sem hafa verið notuð sem svipur á mig (virkar að vísu ekki, mér finnst gott að láta lemja mig) og sem ég hef staðið sjálfa mig að að nota á aðra.
Afneitun er alveg rosalega vinsæl orðasvipa. Fyrir nokkrum árum heyrði ég þetta orð aðallega notað um alkóhólista sem vildu ekki horfast í augu við vandann og afturbataalkar notuðu þetta einnig um fólk sem þá langaði til að væru í sömu þörf fyrir meðferð og þeir sjálfir.
Ég veit ekki hvort notkun orðsins hefur aukist en síðustu árin hefur það gerst oftar og oftar að þetta orð, afneitun, hefur verið notað í þeim tilgangi að reyna að stinga upp í mig eða gera lítið úr mér og ég hef séð þetta notað þannig gegn öðru fólki líka. Nokkur dæmi: Halda áfram að lesa