Orðasvipan afneitun

Ég hef dálítið velt því fyrir mér undanfarið hvernig við notum orð sem svipur á hvert annað þegar skynsamleg rök þrýtur. Sum orð virðast áhrifameiri en önnur og til þess fallin að þagga niður í viðmælandanum. Ég ætla að skrifa nokkrar færslur um þau orð sem hafa verið notuð sem svipur á mig (virkar að vísu ekki, mér finnst gott að láta lemja mig) og sem ég hef staðið sjálfa mig að að nota á aðra.

Afneitun er alveg rosalega vinsæl orðasvipa. Fyrir nokkrum árum heyrði ég þetta orð aðallega notað um alkóhólista sem vildu ekki horfast í augu við vandann og afturbataalkar notuðu þetta einnig um fólk sem þá langaði til að væru í sömu þörf fyrir meðferð og þeir sjálfir.

Ég veit ekki hvort notkun orðsins hefur aukist en síðustu árin hefur það gerst oftar og oftar að þetta orð, afneitun, hefur verið notað í þeim tilgangi að reyna að stinga upp í mig eða gera lítið úr mér og ég hef séð þetta notað þannig gegn öðru fólki líka. Nokkur dæmi: Halda áfram að lesa

Af hverju Fischer?

Ég skil ekki alveg þetta fjaðrafok í kringum Bobby Fischer. Ég hef raunar ekkert á móti því að karlinn komi hingað, skil bara ekki lógíkina í því að standa í einhverju veseni fyrir hann þegar fólki sem lifir við skort, stríðsástand, og mannréttindabrot og hefur ekkert af sér gert nema kannski að hafa skoðanir sem stjórnvöldum hugnast ekki er unnvörpum neitað um pólitískt hæli. Ætli séu ekki einhver sympatískari fórnarlömb en Bobby Fischer í hópi þeirra sem hafa fengið synjun á síðustu árum? Halda áfram að lesa

Styð forsjárhyggjuna

smokeÉg reikna með að flestir vina minna og kunningja séu æfir yfir hugmyndinni um reyklaus veitingahús. Rökin sem ég hef heyrt fyrir því að leyfa fólki að blanda andúmsloft annarra með ýmum hættulegum og óþægilegum eiturefnum eru t.d. þeir sem reykja hljóta nú líka að hafa einhver réttindi, það er nóg af reyklausum stöðum, og fólk þarf ekki að fara inn á veitingahús eða ráða sig þar til vinnu frekar en það vill. Halda áfram að lesa

Breytingartillögur

671916-chrismas-balls-christmas-decoration

Ég ætla að leyfa mér að gera eftirfarandi tillögur um breytingar á jólahaldi Íslendinga.

1) Ég fékk nefnilega þá bráðsjöllu hummmmmynd að í stað þess að klæmast á harmi sjúkra, einstæðra og fátækra yfir jólin, þá tökum við Íslendingar allt árið 2005 í það að vera góð við náungann og þá einkum hungraða og hrjáða, þjakaða og þjáða. Halda áfram að lesa

Vannýtt auðlind

Ég var mjög mótfallin Kárahjúkavirkjun. Kannski spilaði það inn í að á þeim tíma gerði ég mér hreinlega ekki grein fyrir því hversu mikinn hagvöxt stóriðjan skapar á Íslandi. En nú er ég búin að sjá í gegnum öfgarnar í umhverfissinnum. Fögur náttúra er vissulega dýrmæt en hún skapar ekki hagvöxt nema hún sé hagnýtt og eins og margur mektarmaðurinn hefur bent á þá eigum við að nýta auðlindir landsins. Að sama skapi ber okkur í raun siðferðisleg skylda til þess að leita uppi alla vinnanlega olíu sem mögulegt er. Annars missum við af hugsanlegum hagvexti. Og það er rangt að láta hagvöxt fara forgörðum. Það er glæpur, kannski ekki gegn valdstjórninni en að minnsta kosti gegn auðvaldinu. Halda áfram að lesa

Gult, rautt og gangbraut

umferðarljósÍ gær öðlaðist ég nýjan skilning á orðinu frekja.

Mér hefur fundist flautunotkun í umferðinni vera að aukast og held að það beri vitni meiri óþolinmæði en áður. Kannski er það ekkert undarlegt þegar tillit er tekið til þess að umferðin gengur því hægar fyrir sig sem fleiri bílar eru á götunum auk þess sem endalausar gatnaframkvæmdir hægja á umferð. Það er náttúrulega óþolandi að það skuli taka allt 40 mínútur að komast milli Hafnarfjarðar og Breiðholts. Halda áfram að lesa

Spunkhildur vill að kirkjan komi að verkfallsmálum

Spunkhildur nokkur, bráðskemmtilegur bloggari, stakk upp á því núna um daginn að kirkjan legði sitt af mörkum til að auðvelda þjóðinni þetta langa og stranga kennaraverkfall. Rökin eru auðvitað þau að það sé og hafi verið yfirlýst stefna kirkjunnar að styðja þá sem eiga við vanda að etja og að kirkjan hljóti að tileinka sér orð Krists „leyfið börnunum að koma til mín“. Halda áfram að lesa