Forsætisráðherra telur þjóðaratkvæðagreiðslur ekkert rosalega lýðræðislegar nema þegar hann stendur fyrir þeim sjálfur. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun lýsti hann þeirri skoðun sinni að ekki væri rétt að miða við að 10% kjósenda gætu krafist þjóðaratkvæðagreiðslu, það hlutfall væri of lágt. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Sigurður Ingi er persónulega ábyrgur
Í dag stóð til að Þjórsárver yrðu loksins friðlýst að því marki að náttúru landins yrði hlíft við Norðlingaveitu. Ekkert verður af þessari friðlýsingu í dag. Það er ákvörðun. Ekki óumflýjanleg örlög, tilviljun eða slys heldur upplýst, meðvituð ákvörðun. Halda áfram að lesa
Endurskilgreiningar
Tungumálið kemur upp um viðhorf okkar. Stundum afhjúpar það viðhorf sem við erum horfin frá en lituðu samfélag okkar um langa hríð. Þetta eru orð sem hafa verið tekin í sátt svo fremi sem þau eru ekki notuð um það sem þau upphaflega merktu. Það má t.d. nota orðið fáviti um fólk sem hegðar sér heimskulega – svo fremi sem viðkomandi er ekki þroskaheftur. Orðið fáviti má alls ekki nota um þroskahefta því það lýsir viðhorfi sem er ekki lengur viðurkennt en eimir þó eftir af. Halda áfram að lesa
Skiptir fjöldinn silfurskeiðadrengina máli?
Eitt af fyrstu afrekum Sigmundar Davíðs í embætti forsætisráðherra var að láta frá sér ummæli á þá leið að þegar hundruð manns sendu inn samskonar athugasemdir vegna aðgerða sem hafa umhverfisáhrif þá væri eðlilegt að skoða það sem eina athugasemd. Halda áfram að lesa
Eins og hýenan rennur á blóðslóð
Rétt eins og hýenan rennur á blóðslóð, ráðast vinstri sósíalistar af hörku gegn öllum þeim sem andmæla hinni „réttu skoðun“.
Þannig kemst Brynjar Níelsson að orði í grein sinni „Nýjar vígstöðvar sósíalismans“ þegar hann lýsir viðbrögðum umhverfissinna við þeirri skoðun forsætisráðherra að fjöldi umsagna frá náttúruverndarfólki ætti ekki að hafa áhrif á ákvarðanir um stórkostleg náttúruspjöll. Halda áfram að lesa
Stærstu mistök Reykvíkinga
Í upphafi 19. aldar var Reykjavík varla meira en þorp. Þar bjó rjómi þjóðarinnar, athafnamenn og harðduglegt fólk sem byggði upp þessa menningarborg sem Reykjavík er í dag. Meirihluti Íslendinga var þó búsettur úti á landi. Á þeim tíma bjó vinnufólk við vistarband. Það merkti að þeim sem ekki höfðu jörð til umráða var skylt að ráða sig í vist, til árs í senn. Tilgangurinn var bæði að tryggja bændum fast vinnuafl og fátæklingum öryggi. Bændur höfðu framfærsluskyldu gagnvart hjúum sínum en á móti var vinnufólk bundið í vist fram að vinnuhjúaskildaga. Um leið átti vistarbandið að koma í veg fyrir vergang öreiga svo enginn hreppur sæti uppi með annarra sveita ómegð.
Árni Páll eftir 5 vikur undir feldi
Árni Páll Árnason hefur nú legið undir feldi í fimm vikur og reynt að botna í því hversvegna í ósköpunum Samfylkingin beið afhroð í kosningunum. Niðurstöðurnar eru eftirfarandi: Halda áfram að lesa
Þessvegna voru Króatarnir sendir burt
Átta milljónir kostaði að senda Króatana aftur „heim“. Eftir nokkrar vikur fær Króatía aðild að Evrópusambandinu og þá geta þeir komið aftur ef þeim sýnist svo. Því er von að fólk spyrji hver tilgangurinn sé með því að borga undir þá flug „heim“.
Tilgangurinn er sá að senda skilaboð. Skilaboð sem í senn eru ætluð þeim sem sendir voru burt, öðrum sem vilja fara frá Króatíu og íslensku þjóðinni. Skilaboðin eru þessi:
Við viljum ekki svona rusl. Við viljum frekar borga fyrir að koma þessu liði í skilning um að við Íslendingar erum merkilegri en þau. Við viljum frekar leggja út smápening núna en hætta á að þau telji sjálfum sér trú um að á Íslandi verði litið á þau sem manneskjur.
Eiga þingmenn rétt á nærgætni?
Í umræðunni um umræðuna er orðið einelti notað af óhóflegu örlæti. Borgarstjóri Reykjavíkur sagðist fyrir nokkrum vikum hafa verið lagður í einelti á borgarafundi þegar fundargestur sýndi honum ókurteisi og nú skilgreinir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir það sem einelti þegar margir gera grín að Vigdísi Hauksdóttur og Jóni Bjarnassyni. Þessi umræða er löngu komin út í rugl. Við erum ekki að tala um varnarlaus skólabörn sem geta ekki sinnt daglegum störfum sínum vegna ofsókna og þora jafnvel ekki út úr húsi, heldur valdafólk sem hefur fulla burði til að svara fyrir sig.
Halda áfram að lesa