Sigurður Ingi er persónulega ábyrgur

Í dag stóð til að Þjórsárver yrðu loksins friðlýst að því marki að náttúru landins yrði hlíft við Norðlingaveitu. Ekkert verður af þessari friðlýsingu í dag. Það er ákvörðun. Ekki óumflýjanleg örlög, tilviljun eða slys heldur upplýst, meðvituð ákvörðun.

Sá sem ber mesta ábyrgð á þeirri ákvörðun heitir Sigurður Ingi Jóhannsson. Ekki einhver nafnlaus massi. Ekki hagkerfið, bankahrunið, kapítalisminn, stóriðjustefnan, ríkisstjórnin eða eitthvert annað óljóst hugtak eða hópur heldur Sigurður Ingi Jóhannsson.

 Einnig birt hér

Share to Facebook