Röddin í símanum var klökk.
-Helvítin hafa vaðið hér um allar sveitir síðustu vikur og herjað á fólk, og mest þá sem þeir vita að eru í fjárhagsvandræðum. Í allavega einu tilviki óðu þeir inn á landareign til að gera einhverjar rannsóknir án leyfis landeiganda, töluðu bara við unglinginn á heimilinu og fannst það víst nóg. Ég hef aldrei heyrt jafn þungt hljóð í mínum félögum fyrr. Björk er víst komin með einhverja bakþanka, ekkert víst að hún komi hingað austur og það stendur til að samningar við landeigendur í Rangárvallasýslunni verði undirritaðir á mánudaginn. Við erum hrædd um að Landsvirkjun komi hingað með vinnuvélar strax í næstu viku.
Greinasafn eftir:
Heimskan er vond
Það er þetta sem ég á við þegar ég tala um að það þurfi að uppræta heimsku. Lesið það sem sumir bloggaranna hafa um þetta mál að segja. Hvað vill hún út? Er ekki í lagi með ykkur fíflin ykkar? Halda áfram að lesa
Af góðum hugmyndum
Það sem hefur komið mér mest á óvart á þessum tíma sem ég hef staðið í verslunarrekstri, er hvað margir virðast álíta það einhverskonar náðargáfu að fá hugmyndir. Iðulega kemur fólk til mín, jafnvel fólk sem ég þekki ekki neitt og þó einkum og sér í lagi fólk sem aldrei hefur komið nálægt rekstri, og gefur mér hugmyndir um það hvernig best sé að gera Nornabúðina að gullnámu. Halda áfram að lesa
Mikið ósköp á hann Magnús Þór bágt
Oh, mig svíður svo í sálina þegar ég heyri svonalagað.
Hvað sem öllu kreppugrenji líður eru flestir Íslendingar ósiðlega ríkir. Og jájá, það er til fullt af fólki á Íslandi sem á bágt en ástæðan fyrir því er misskipting, og kannski að einhverju leyti eymdarhvetjandi kerfi en ekki það að við höfum ekki bolmagn til þess að halda utan um þá sem raunverulega þurfa á því að halda.
Trix
Samkvæmt Mogganum biðst Hillary Clinton afsökunar á því að annað fólk hafi kosið að snúa út úr orðum hennar og leggja í þau fremur fjarstæðukennda merkingu. Mér finnst það afspyrnu hallærislegt þegar fólk getur ekki viðurkennt mistök sín og beðist afsökunar á þeim. En mér finnst það ekkert síður hallærislegt að biðjast afsökunar á hysteríu (eða jafnvel viljandi mistúlkun) annarra. Halda áfram að lesa
Réttarhöldum frestað
Á 46 ára starfsferli Ragnars Aðalsteinssonar, gerðist það í fyrsta sinn í dag, að aðalmeðferð máls var frestað eftir að hún hófst (eftir að hafa verið frestað tvívegis áður) vegna þess að eitt vitna ákæruvaldsins forfallaðist.Það nánast sauð á honum. Sagði að þessi afgreiðsla hefði kannski verið réttlætanleg í morðmáli.
Þetta var afskaplega umbloggunarverður dagur en þar sem málinu var frestað, þrátt fyrir afdráttarlaus mótmæli verjanda og þar sem vitnaleiðslum er ekki lokið verða fréttirnar að bíða birtingar.
Víííí!
Ég finn ekkert um þetta á vefnum en Helga Páls hringdi í mig svo ég tel þetta öruggt. Trú mín á réttarkerfinu hefur aukist. Sjálf á ég að mæta fyrir rétt næsta mánudag.
Virðing
Virða => Það sem virðist. => Virða manneskjuna gaumgæfilega fyrir sér, reyna að horfa á meira en yfirborðið.Í ensku respect. Re-spect.
Re-spect => Að skoða aftur eða úr fjarlægð. Skylt því að taka tillit til.
Ótrúleg saga
Er Ómar í hættu?
Mér finnst sorglegt þegar áhugaverðir pistlahöfundar sem hafa hugrekki til að varpa fram óvenjulegum hugmyndum og spyrja óþægilegra spurninga, verða svo oft fyrir persónulegum árásum og skítkasti að þeir neyðast til að loka á möguleikann á að senda inn athugasemdir til að komast hjá því að taka 4 vinnudaga í viku í að verja sig.