Greinasafn eftir:
Svar til vélstýrunnar
Í bloggpistli dagsins dregur Vélstýran upp hroðalega mynd af veröld án áls.
Ég er nokkuð oft búin að auglýsa eftir upplýsingum um það hvaða kolaknúnu álverum, einhversstaðar í veröldinni, hefur verið lokað af því að „umhverfisvæn“ álver voru opnuð á Íslandi eða annarsstaðar? Er eitthvað sem styður þá tilgátu að álver á Íslandi séu annað en viðbót? Halda áfram að lesa
Bjargvættirnar komnar á kreik
Duglegt fólk frá mörgum löndum dreif sig í Helguvíkina í morgun.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér málið birti ég hér að neðan nánari útlistun. Hinir munu sjálfsagt gjamma um hryðjuverkamenn og atvinnulausa atvinnumótmælendur í þeirri sælu blekkingu að ‘hreina orkan’ okkar sé að bjarga jörðinni frá kolaknúnum álverum í Kína og okkur Íslendingum frá hungurdauða.
Með lafandi tungu
Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn á Íslandi sem hefur völd. Það vald er, eins og allt annað vald, keypt fyrir peninga. Flokkurinn býr í haginn svo þeir sem eiga marga péninga, geti eignast fleiri péninga og þeir borga. Allir glaðir. Nema þeir sem þjást vegna þess hve íslenskir auðmenn græða mikið á ósiðlegum skítafyrirtækjum en þeir eru hvort sem er ekki á kjörskrá. Þeir búa á Indlandi, Mexíkó og í Kína og margir þeirra kunna ekki einu sinni að lesa, hvað þá að þeir hafi áhrifavald til að æsa íslenska hryðjuverkaógnarrunkara upp í það að blogga um glæpastarfsemi þeirra sem mótmæla ódáðum stóriðjufyrirtækja gagnvart fólki og náttúru. Halda áfram að lesa
Af þjónkun við hið alsjáandi auga
Læknir kemur persónulegum upplýsingum til varnarmálaráðuneytisins. Hver er hugsunin á bak við það? Eru hommar öðrum mönnum líklegri til landráða eða eitthvað svoleiðis? Halda áfram að lesa
476 lík
Eitt af því sem hefur verið notað sem rök gegn því að Paul Rames fái hæli á Íslandi er að hann hafi áður sóst eftir því að fá að búa hérna. Á einhverju blogginu sá ég líka að ritanda fannst tortryggilegt að Atieno hefði sótt hér um dvalarleyfi á síðasta ári. Hún fékk það ekki en hinsvegar fékk hún dvalarleyfi í Svíþjóð, það segir kannski eitthvað um sveigjanleika útlendingastofnunar. Halda áfram að lesa
Gjöf til Stöðvar 2 – leiðbeiningar handa Ómari
Þegar Paul Ramses var fluttur nauðugur úr landi, vissi ég ekkert um stjórnmál og samfélagsástand í Kenía, annað en að eftir mannskæðar ættbálkaerjur í kjölfar kosningasvindls, hefðu óvinir ákveðið að deila með sér völdum. Mál flóttamannsins og fjölskyldu hans vakti áhuga minn og ég hef lesið fjölda greina um Kenía síðan. Halda áfram að lesa
Merkilegar heimildir?
Katrín (væntanlega Gunnarsdóttir?) veltir upp nokkrum getgátum varðandi Paul Ramses á bloggsíðu sinni í dag. Þótt ég hafi ekki svör við öllu sem þetta mál varðar, finnst mér samt Katrín og fleiri draga ályktanir af litlu tilefni. Halda áfram að lesa
Er Ramses glæpamaður og loddari?
Áhugaverð umræða um mál Pauls Ramses hefur farið fram á tjásukerfi Gunnars Th. Gunnarssonar síðustu daga. Gunnar varpar fram þeirri spurningu hvort Gervasoni málið sé að endurtaka sig. Ég útiloka ekkert þann möguleika. Flóttamenn í heiminum eru einfaldlega of margir til þess að sé raunhæft að gera ráð fyrir því að allir sem hingað leita séu sómamenn og drengir góðir. Halda áfram að lesa
Ótrúlegt hvaða smáatriði standa í sumum
Vissi Paul yfirhöfuð að það væri hægt að fá vegabréfsáritun til Íslands? Ef ég hefði vitað að ég þyrfti að ferðast til Ítalíu fyrst, hefði ég sennilega ályktað að ég þyrfti fyrst að fá vísa þangað og ef ég hefði óttast um líf mitt er ekkert ólíklegt að ég hefði viljað gefa villandi upplýsingar um það hvert ég væri að fara. Rakst hann á vandamál þegar hann ætlaði að sækja um? Var t.d. einhver á skrifstofunni sem hann hafði ástæðu til að óttast? Var einhver stimpill týndur?
Það geta verið ótal atriði sem skýra það hversvegna Paul sótti ekki um vegabréfsáritun til Íslands á meðan hann var í Nairobi. Raistar og bjánar (mér sýnist reyndar að þetta tvennt fari oft saman) hljóta að geta fundið eitthvað bitastæðara en það til að gera hann grunsamlegan.
![]() |
Ástandið enn ótryggt í Kenía |