Merkilegar heimildir?

Katrín  (væntanlega Gunnarsdóttir?) veltir upp nokkrum getgátum varðandi Paul Ramses á bloggsíðu sinni í dag. Þótt ég hafi ekki svör við öllu sem þetta mál varðar, finnst mér samt Katrín og fleiri draga ályktanir af litlu tilefni.

Katrín furða sig á misræminu í frásögn útlendingastofnunar og lögmanns Ramses á samskiptum hans við stofnunina. Ég get tekið undir það að þetta misræmi er óþægilegt. Eftir reynslu minnar fjölskyldu af útlendingastofnun trúi ég því þó vel að þar tíðkist undarleg vinnubrögð og hef ýmislegt við viðbrögð hennar við þessu máli að athuga.http://sapuopera.blog.is/blog/sapuopera/entry/585248

Katrín er sannarlega ekki sú fyrsta sem spyr hverju það sæti að Paul hafi ekki frekar leitað til Svíþjóðar. Ég sé ekki neitt grunsamlegt við það. Þau ætluðu ekkert að setjast að í Svíþjóð, heldur á Íslandi, vegna þess einmitt að Paul þekkti til hér. Atieno hafði sótt um dvalarleyfi hér áður en hún fór til Svíþjóðar en ekki fengið. Paul hafði tengsl við landið og hefði því átt mun auðveldara með að fá hér inni en hún. Það var auðvitað mikil bjartsýni af þeim að halda að mál þeirra yrði skoðað sem fjölskyldumál, en Paul gekk með einhverjar grillur um að Íslendingar virtu mannréttindi.

Katrínu finnst undarlegt að enginn fréttamaður hafi talað við Lydiu Henrysdóttur, móðursystur Pauls. Ég get tekið undir að það væri gaman að heyra frá henni, en hvernig er það tortryggilegt að enginn hafi tekið viðtal við hana?

Katrín spyr, hvar voru vinirnir og ættingjarnir þegar Atieno sagðist ekki eiga peninga fyrir mat. Varla heldur nokkur maður að konan hafi lagst á beit á umferðareyju. Hún hefur stuðning hér en ekki tekjur. Paul sá fyrir þeim og ég get vel skilið að hún líti ekki á það sem viðunandi aðstæður að vera upp á aðra komin.

Katrín vitnar í grein í amerísku nettímariti sem skýrir mál Ramses svosem ekkert betur en það vakti strax athygli mína að á sama vefriti eru greinar sem benda til þess að flóttamenn frá Kenía hafi hreint ekki trú á því að þar ríki öryggi og frelsi, allavega ekki í apríl sl

http://breakingnewskenya.wordpress.com/2008/04/27/dallassuicide/

Ég efast um að tvær rætnar athugasemdir um Paul Ramses og fjölskyldu hans séu mögnuð uppljóstrun á stórkostlegum loddaraskap. Það er auðvitað alveg sjálfsagt að kanna hvort eitthvað sé hæft í því að enginn þurfi að óttast um líf sitt í Kenía en ég vona sannarlega að rógburður á netinu eigi ekki eftir að hafa afgerandi áhrif á stefnu okkar í málefnum flóttamanna.

Share to Facebook

One thought on “Merkilegar heimildir?

  1. ————————————————–

    Mér finnst þetta vægast sagt ljótt og andstyggilegt og þessu er haldið fram á vægast sagt vafasömum forsendum.

    En það má endurtaka lyginna svo lengi að hún fer að líkjast sjálfum sannleikanum.

    Ég vildi vita hvað fólki gengur til.

    Ef eitthvað er athugavert við Paul Ramses þá hlýtur það að koma í ljós, og það verður ekki gert á bloggsíðum heimsins.

    Jenný Anna Baldursdóttir, 10.7.2008 kl. 17:47

    ————————————————–

    Já það er ljótt og andstyggilegt að spyrja spurninga.  Mér gengur það eitt til að fá að vita hvað er satt og hvað er logið í þessu máli…Það hlýtur að koma í ljós því þannig er því nú farið með sannleikann að alltaf skal hann koma fram, hver svo  sem hann er í þessu máli  og er þá ekki tilganginum náð með spurningunum og leituninni að svörunum…???

    Katrín, 10.7.2008 kl. 18:35

    ————————————————–

    Ég gat nú ekki lesið það út úr þessari tjásu hennar Jennýjar Önnu að hún væri að ráðast á þig Katrín. En það eru vissulega ljótar tjásur sem vötu upp þessar spurningar hjá þér og mér finnst að þeir sem þær skrifuðu ættu að koma fram undir fullu nafni.

    Ég er sjálf þekkt fyrir að spyrja óþægilegra spurninga og þegar mál er orðið opinbert og ýmislegt vafasamt komið í umræðuna, finnst mér bara gott mál að sem flestar spurningar um hluti sem máli skipta komi fram. Mér finnst það t.d. skipta máli ef það er bara helber lygi að maðurinn hafi haft afskipti af pólitík.

    Eva Hauksdóttir, 10.7.2008 kl. 18:47

    ————————————————–

    Þá eru við sammála..held ég

    En fór og kannaði hvort frænku hans væri ekki að finna en því miður engin Lydia Henrysdóttir í þjóðskrá.  Hugsanlega ber hún eitthvað annað nafn..a.m.k. myndi það hjálpa Ramses ef hún kæmi fram í dagsljósið.

    Katrín, 10.7.2008 kl. 18:52

    ————————————————–

    Takk Eva fyrir málefnaleg og góð skrif um þetta mál – bæði hér og í athugasemdum víða.

    Ólína Þorvarðardóttir, 10.7.2008 kl. 23:03

Lokað er á athugasemdir.