Greinasafn eftir:
Allir góðir
Við Darri fórum á kosningaskrifstofurúnt í gær. Fórum reyndar bara á þrjá staði, til VG, Samfó og Sjallanna. Ætluðum líka að kíkja á þá framsæknu en það var nú bara lokað hjá þeim. Halda áfram að lesa
Refsarinn skal sæta refsingu
Fyrir nokkrum árum bjó ég í fjölbýlishúsi og á hæðinni fyrir ofan mig bjó maður sem notaði hávær öskur sem uppeldisaðferð. Varla leið dagur án þess að faðirinn öskraði og barnið gréti og hefði þurft verulega skerta heyrn til að leiða það hjá sér. Halda áfram að lesa
Svar til Hlyns
Hlyni finnst afstaða mín til ofbeldis vera þversagnakennd og svarið útheimtir heila færslu. Flest af þessu hef ég nú svosem sagt einhversstaðar áður.
Ég er mótfallin ofbeldi Hlynur en þar fyrir verður fólk að hafa einhverja leið til að verja sig þegar á það er ráðist. Halda áfram að lesa
Það var málið
Þrátt fyrir síaukna andúð mína á lögreglunni og andstyggð á ofbeldi, finnst mér í ákveðnum tilvikum réttlætanlegt að lögregla beiti ofbeldi að vissu marki. T.d. til að yfirbuga vopnaðan mann sem ógnar öðrum eða stöðva einhvern í því að ganga í skokk á annarri manneskju. Halda áfram að lesa
Lýðræði er kjaftæði
Lýðræðið sem við búum við er undarlegt stjórnfyrirkomulag. Lýsa má ferli þess í 7 skrefum
1 Aðdragandi kosninga.
Á þessu stigi taka sig saman hópar fólks sem telja sig öðrum hæfari til að hugsa fyrir fjöldann og ráðskast með örlög hans, gefa kjósendum ýmis loforð sem útilokað er að þeir gætu staðið við þótt þeir vildu, og reyna jafnframt að sannfæra lýðinn um að allir hinir hóparnir séu vanhæfir og vinni af óheilindum. Halda áfram að lesa
Kosningar eru engin lausn
‘Maður velur bara illskársta kostinn’ sagði félagi minn einn forpokaður. Já það er einmitt það Jón Kjartan, það eru engir góðir kostir í boði, bara misvondir. Og hversvegna ætti maður að sætta sig við illskársta kostinn? Því ekki að búa til eitthvað nothæft? Elskan, mótmælaaðgerðir bitna alltaf á saklausum, mér þykir það leitt. Ekki samt nógu leitt til að horfa aðgerðalaust á endalausa valdníðslu í nafni lýðræðis og frelsis. Halda áfram að lesa
Étum lýðræðið
Bráðum sjáum við hið svokallaða lýðræði í framkvæmd. Við fáum að skrifa x til að hafa áhrif á það hverjir komast næst í kjöraðstöðu til að bulla, ljúga, svíkja, svindla og stela.
Þeir sem eru búnir að fá nóg af flokkakerfinu hafa um tvennt að velja; að mæta ekki eða skila auðum eða ógildum kjörseðli. Reyndar hefur það ekki áhrif á niðurstöður kosninga að skila auðu eða ógildu. Ef væri t.d. möguleiki á auðum þingmansstól út á það væri hugsanlega hægt að sætta sig við þetta en því miður, áhrif þeirra sem ekki styðja flokkakerfið eru ENGIN. Þetta ófullkomna lýðræði sem við búum við er þannig ekki ætlað þeim sem vilja ekki neinn af þeim sem eru í framboði á þing, hvað þá þeim sem ekki gútera þetta stjórnskipulag.
Þeir sem sjá ekki réttlæti í þessu fyrirkomulagi ætla að taka sig saman um að mæta á kjörstað og halda uppi atkvæðaþófi. Hanga í kjörklefanum eins lengi og þeir komast upp með. Ef mönnum leiðist vistin í klefanum má stytta sér stundir með því að fróa sér. Það yrði aukinheldur táknræn aðgerð þar sem kosningar við þessar aðstæður eru ekkert annað en pólitískt runk.
Þeir sem vilja ganga lengra taka við sínum kjörseðli en skila honum ekki. Við getum stungið kjörseðlinum í vasann og farið með hann heim og skeint okkur á honum, brennt hann eða hengt hann á ísskápinn til að minna okkur á hvernig lýðræðið virkar í raun, eða selt hann einhverjum sem á eftir að fara inn í klefann.
Við getum líka étið kjörseðlana eða allavega sagst hafa gert það. Ennfremur má troða kjörseðlinum upp í félagsheimilið á sér. Hvorttveggja mjög táknrænt. Í versta falli verður sérsveitin send á staðinn og látin strippa þá sem skila ekki seðlinum. Þeir fara varla að dæla upp úr okkur.
Þetta er þitt atkvæði. Þú ræður hvað þú gerir við það. Ef þú fílar ekki þessa fokkans gerð af lýðræði gerðu þá eitthvað róttækara en að sitja heima til að lýsa óánægju þinni.
Runk
Ég hef lítið fylgst með fréttum undanfarið og þurfti virkilega á þessu fríi að halda. Þegar maður hefur ekki opnað fréttavefi í nokkra daga breytast áherslurnar í því sem maður tekur eftir. Alveg eins og þegar maður kemur heim úr ferðalagi og tekur allt í einu eftir skellu á vegg, móðu milli glesrja eða öðrum hlutum sem maður var orðinn samdauna. Halda áfram að lesa
Bréf frá flóttamanninum sem hvarf
Beinar aðgerðir virka.Í gær voru 5 flóttamenn handteknir og átti að flytja þá nauðuga til Grikklands. Fljótlega eftir að það fréttist, hvarf einn þeirra úr haldi lögreglu. Frábært fólk bæði í stjórnmálaflokkum og utan þeirra eyddi öllu kvöldinu í að þrýsta á stjórnvöld um að stöðva brottför hinna fjögurra og það tókst. Í dag milli 5 og 6 gaf dómsmálaráðherrra svo út tilmæli um að ekki yrði tekið öðruvísi á máli Hassans, mannsins sem hvarf en málum annarra og þá gaf hann sig fram. Hér er stutt bréf frá honum og vonandi nær hann áheyrn sem flestra. Halda áfram að lesa