Bleikt klám

Ég hef verið kölluð klámsinni, af því að ég er mótfallin ritskoðun. Af því að þótt mér kunni að þykja einhver list og dægurmenning vond og lágkúruleg, finnst mér tjáningarfrelsið of dýrmætt til að fórna því á altari smekklegheita og siðsemi.

Það er hinsvegar sitthvað ritskoðun og ritstjórn. Sumu efni hæfa bara ekkert hvaða miðlar sem er og klám er meðal þess efnis sem maður á að geta fulla stjórn á hvort maður verður var við eða ekki. Það er þessvegna sem dagblöð og aðrir almennir fréttamiðlar birta ekki hópreiðarsögur og innanpíkumyndir.

Undarlegt nokk virðist þessi ritstjórnarstefna þó eingöngu gilda um blátt klám. Það er hinsvegar orðið fátítt að ég opni íslenskan netmiðil, án þess að við mér blasi bleikt klám af einhverjum toga. Fréttir af einkalífi fólks sem hefur unnið sér það til frægðar að vera duglegt að djamma. Myndir af þessu sama fólki og tenglar á fróðleiksmola af bleikt.is. Ég held að Smugan sé eini miðillinn sem ég skoða reglulega sem hlífir mér við áreiti af þessu tagi.

Þeir sem hafa áhuga á þessu efni hafa greiðan aðgang að því og ekki vil ég að bleikt klám verði bannað frekar en blátt. Mér þætti hinsvegar við hæfi að fréttamiðlar sem vilja láta taka sig alvarlega, slepptu því að troða þessum hroða upp á lesendur sína.

Um nætur er ég hjá herra mín og þar fór það

herra-1Ung að árum lærði ég þjóðkvæði sem mér fannst álíka óhugnanlegt og Ókindarkvæði. Það hefst á línunni einum unni ég manninum og segir sögu ungrar stúlku sem á sér elskhuga í meinum. Faðir hennar kemst að því, ber hana hrottalega og gefur hana svo ríkum manni. Sá ríki verður besti vinur hennar og hún sem áður spann hör á torg og bar um nætur napra sorg, spinnur á daginn silki og lín og hvílir í örmum herra sín um nætur. Heppin!

Halda áfram að lesa

Þegar vottar Jehóva banka upp á

Um daginn talaði ég við konu sem er svo hrædd við áhrif neikvæðra hugsana og tilfinninga að hún þorir varla að horfa á fréttirnar. Það er sko svona rosalega öflugt þetta aðdráttarlögmál að maður bara síkrítar til sín ógæfu ef maður horfist í augu við stríð og aðrar óþægilegar staðreyndir. Ég velti því fyrir mér hvað hún ætlar að gera ef hún kemur á slysstað. Þakka ‘the Universe’ fyrir að allir í báðum bílunum séu heilir á húfi og aka burt án þess að athuga málið, svona til að laða ekki að sér fleiri slys? Halda áfram að lesa

Sendum yfirmenn löggunnar í ormahreinsun til Kristínar

Kristín Ástgeirsdóttir gerir mistök eins og annað fólk. Að því leytinu er hún alveg óskaplega venjuleg manneskja. Hún er hinsvegar frekar óvenjulegur pólitíkus að því leyti að hún þarf ekki að ganga í gegnum margra mánaða fjölmiðlaeinelti og vakna upp við fólk með haka og heykvíslar úti á lóð hjá sér til að átta sig á því að reitt fólk róast yfirleitt þegar því verður ljóst að hinum ‘seka’ er ekki skítsama um það hvaða áhrif orð hans og gjörðir hafa. Halda áfram að lesa

Hæ, viltu gefa viltu gefa 600 kall til auglýsinga og 44 kr til rannsókna?

Mér finnst ömurlegt að heyra fullfrískt fólk sem býr við almenna velmegun lýsa því yfir að það hafi ekki efni á að styrkja líknarstarf og önnur góð málefni. Átakið ‘Karlmenn og krabbamein’ er gott málefni og á skilið fjárstuðning. Mig setti þó hljóða þegar ég sá að einungis 2,2 af þeim 50 milljónum sem söfnuðust í fyrra runnu til rannsókna og heilar 30 milljónir runnu til átaksins sjálfs.

Halda áfram að lesa

Hreyfing er ofmetin

Þrátt fyrir trúleysi mitt vil ég að lífið þjóni tilgangi. Ég veit betur, en til þess að líða vel, þarfnast ég þeirrar blekkingar að ég skipti máli. Þegar mér mistekst að viðhalda blekkingunni verð ég óhamingjusöm um tíma. Ef óhamingjan endist lengur en viku, bregst aldrei að einhver gefi mér óumbeðið heillaráð og alltaf er ráðið alltaf hið sama; ‘hreyfðu þig meira’. Semsagt, þegar manni finnst valið standa á milli þess að vera Martin Lúter King eða ganga fyrir björg til að hreinsa heiminn af einu ömurlegu múgmenni, þá er nú góð lausn að fara út að skokka. Halda áfram að lesa

Hversu langt nær þagnarskylda?

Starfsfólk stofnana er bundið þagnarskyldu og lendir stundum í vandræðum með að svara fyrir sig þess vegna. Fólk sem á samskipti við stofnanir getur sagt sína hlið á sögunni í fjölmiðlum en starfsfólk, t.d. barnaverndarnefnda, sjúkrastofnana, skóla o.s.frv. getur ekki útskýrt það sem kann að vanta á söguna eða einu sinni leiðrétt rangfærslur, án þess að brjóta trúnað. Halda áfram að lesa

Af hverju nýtast íslenskir kennarar svona illa?

Það er með öllu óþolandi að opinberir starfsmenn komist upp með að vinna ekki nema 35% þess tíma sem þeim fá greiddan.

Hvað er þetta fólk eiginlega að gera í vinnunni? Af hverju þurfa íslenskir kennarar svona langan tíma í undirbúning og yfirferð miðað við hin OECD ríkin? Af hverju fer meiri tími í foreldrafundi, agamál og eineltismál hjá íslenskum kennurum en kennurum í samanburðarlöndunum? Halda áfram að lesa