Sögurnar af óvenjulegum vinnubrögðum Þvagleggs sýslumanns, gætu eflaust fyllt heila bók. Flestir þekkja söguna af því hvernig Þvagleggur fékk viðurnefni sitt en ég hygg að einhverjir hafi gleymt sögu Helgu Jónsdóttur og fjölskyldu hennar. Sú saga varpar ljósi á frumlegar hugmyndir Þvagleggs sýslumanns um refsivörsluástæður. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Af nýstárlegum löggæsluaðferðum Þvagleggs sýslumanns
Þvagleggur sýslumaður er frumlegur maður. Maður sem hugsar út fyrir kassann og beitir áður óþekktum aðferðum í baráttunni gegn glæpum. Þolendur kynferðisbrota hafa nú eignast nýjan og öflugan málsvara í þessum óvenjulega fulltrúa réttlætisins og gleður það mig ósegjanlega. Halda áfram að lesa
Þvagleggur sýslumaður strikes again
Kaþólska kirkjan biðst afsökunar
Kaþólska kirkjan biðst afsökunar. Þá hlýtur nú öllum að líða betur er það ekki?
Ónei! Það líður engum rassgat betur þótt kaþólska kirkjan biðjist afsökunar. Enda er opinber afsökunarbeiðni frá stofnun bara leiksýning til að róa fólk.
Stofnanir bera vissulega ábyrgð gagnvart þolendum starfsfólksins að því leyti að þeim er skylt að grípa til viðeigandi rástafana þegar upp kemst um óhæfu. Hinsvegar er það ekki stofnunin sem slík sem bregst skyldu sinni heldur eru það manneskjur.
Afsökunarbeiðni í eðli sínu persónuleg. Það er hreinlega ekki trúverðugt að ópersónuleg stofnun iðrist gjörða starfsmanna sinna. Þær persónur sem enn eru á lífi og brugðust á sínum tíma, ættu að biðja þolendurna afsökunar á sínu eigin skeytingarleysi. Allt í lagi að gera það opinberlega en þá líka augliti til auglitis. Þ.e.a.s. að því tilskildu að þeir sem í hlut eiga iðrist framkomu sinnar. Það er nefnilega heldur ekkert gagn í afsökunarbeiðni ef hugur fylgir ekki máli.
Afsakið hvað?
http://www.guardian.co.uk/world/2003/aug/17/religion.childprotection?cat=world&type=article
Excuse me while i lie?
Nei takk.
Posted by: Skuggi | 29.06.2011 | 1:14:44
Fréttin á RÚV segir að kaþólski biskupinn hafi „fylgt dæmi páfa og beðist afsökunar“. Hann fylgdi líka dæmi páfa með því að hylma yfir níðingum:http://en.wikipedia.org/wiki/Deliver_Us_from_Evil_(2006_film)#Movie_claims
Posted by: Einar Steinn Valgarðsson | 29.06.2011 | 3:58:18
Takk báðir, fyrir
áhugaverð innlegg. Viðbjóðurinn virðist gjörsamlega botnlaus.
Posted by: Eva | 29.06.2011 | 7:18:51
Viltu verða ríkur?
Má bjóða þér skrilljón trilljónir?
Ég þekki engan sem myndi afþakka. Jafnvel þeir sem hafa megnan ímugust á efnishyggju, myndu þiggja skrilljónirnar til að nýta þær í baráttunni gegn græðgi. Flestir viðurkenna fúslega að þá langi í frelsið sem mikil fjárráð veita og meiri veraldleg gæði og ef marka má sölu á bókum sem heita Viltu verða ríkur, strax í dag?eða Hvernig ég varð skrilljóner með því að vinna hálftíma á viku þá mætti ætla að fólk hugsaði ekki um neitt annað en peninga. Markaðurinn er yfirfullur af töfralausum á ýmsu formi fyrir fólk sem vill verða ríkt og ekkert lát virðist á sölunni. Samt sem áður virðist hlutfall ofurríkra ekkert hækka. Sem segir manni að þetta virkar ekki -eða hvað? Halda áfram að lesa
Tilfinningagreind er kjaftæði
Tilfinningagreind, hver fjandinn er það? Flestum greindarþáttum má lýsa sem getu til að leysa verkefni en tilfinningagreind er dálítið flóknara fyrirbæri. Að einhverju leyti það að þekkja eigin styrk og veikleika. Vera fær um að bregðast við og vinna úr áföllum. Hæfileikinn til að taka sem mest tillit til annarra án þess að ofbjóða sjálfum sér. Hæfileikinn til meðlíðunar, geta til að leysa ágreiningsefni þannig að sem flestir séu sáttir. Hvort hægt að að mæla þessa eiginleika af nokkurri nákvæmni er svo aftur umdeilanlegt og það kom mér dálítið á óvart þegar ég fann EQ próf sem á að vera ‘vísindalegt’. Halda áfram að lesa
Hvernig móðir mín upprætti kristilegt barnaheimili
Í sögubókum framtíðarinnar verða áratugirnir í kringum þúsaldamótin kallaðir ‘framstigningaöldin’. Allavega í kristnisögunni. Allt í einu stigu allir fram og sögðu hryllingssögur þótt kynslóðum saman hafi allir þagað þunnu hljóði og ekki stigið eitt einasta skref nema hugsanlega í vænginn við kirkjuna. Halda áfram að lesa
Þú sem rekur fjölmiðil
Nokkrar vísbendingar um að þú ættir kannski að hætta að reyna að reka alvarlegan fjölmiðil og sækja frekar um vinnu á Barnalandi.
-Þú skilur ekki muninn á fréttamanni og lélegum bloggara.
-Þú skilur ekki siðleysið sem felst í svona vinnubrögðum eða þá að þér er bara sama.
-Þú álítur að þetta sé dæmi um viðunandi íslenskukunnáttu blaðamanns.
-Þú tekur frábæran samfélagsrýni af áberandi stað á netsíðunni og setur þetta í staðinn.
Það var ekkert lík til að afhenda
Maður kemst bara við af því að heyra um virðingu ráðamanna í Bandaríkjunum fyrir islömskum hefðum.
Reyndar er hefðin sú, allsstaðar í veröldinni, óháð trú og menningu, að útförin er fyrst og fremst hugsuð sem tækifæri fyrir aðstandendur til að kveðja hinn látna. Gaman væri nú að vita hvaða ríki það voru sem voru þrábeðin að taka við líkinu og hversvegna þau neituðu því.
Ég gæti best trúað því að líkinu hafi ekki verið skilað vegna þess einfaldlega að það var ekkert lík. Allavega ekki af Ósama bin Laden. Hann er sennilega dauður fyrir mörgum árum. Bandaríkjastjórn og Nató vildu hinsvegar gjarnan að ‘óvinurinn’ hefði andlit af því að það virkar svo vel á pöpulinn og þessvegna var leikari dubbaður upp í gervi Ósómans og goðsögninni haldið á lífi.
Nú þegar togast á í hjörtum almennings reiðin í garð Ghaddafis og andúðin á morðum sem framin eru undir því yfirskini að lykillinn að friði og frelsi sé sá að drepa hann, er rétti tíminni til að svæfa goðsögnina um Ósóma. Heimurinn hefur eignast nýjan og ferskan óvin og það er hressandi í allri gagnrýninni á tilgangslaus morð að gefa fólki einn dauðan óvin til að gleðjast yfir. Gaddi garmurinn getur svo tekið við hlutverkinu andlit óvinarins. Ég spái því að honum verði haldið á lífi lengi enn.
Fangar fái ekki að misnota aðstöðu sína
Fangi sem notar tímann í fangelsinu til að byggja upp vöðvamassa er með því að misnota aðstöðu sína, segir fangelsismálastjóri.