Inngangur að innflytjendamýtum

Síðustu daga hafa nokkrar mannvitsbrekkur sem kalla sig þjóðernissinna, tjáð sig um málefni strokuþrælsins frá Máritaníu á umræðukerfi DV. Þótt ég aðhyllist frjálslega flóttamannastefnu, skil ég vel áhyggjur þeirra sem sjá fyrir sér hörð kynþáttaátök og hafa áhyggjur af því að mikill fjöldi innflytjenda ali af sér efnahagsvanda og ýmis félagsleg vandamál. Ég hef hinsvegar takmarkað umburðarlyndi gagnvart skoðunum þeirra sem álíta að lausnin á þessum vanda sé fólgin í aðskilnaðarstefnu og telja hvítt fólk og kristið á einhvern hátt öðru fólki æðra og rétthærra. Halda áfram að lesa

Hjartarsalt í minningu Sævars Ciesielksi

Undir stéttinni í bakgarðinum mínum býr maurasamfélag. Stundum sé ég kvikindin hreinlega streyma upp úr glufu milli hellnanna, hundruðum saman og marsera upp á þröskuldinn. Ég strái dátlitlu hjartarsalti á þröskuldinn og í kverkarnar, þeir forðast það og halda sig mest úti í garði. Þetta eru skaðlaus grey, jafnvel dálítið krúttleg hvert um sig um en verða ógeðþekk þegar þau koma saman í þúsundatali. Mér er sama um þá í hæfilegri fjarlægð en vil síður hafa þá iðandi á eldhússborðinu mínu.

Halda áfram að lesa

Glæpur múffukonunnar

Í fyrrasumar stóðu aktivistar fyrir norðan að skemmtilegu framtaki. Bökuðu helling af flottum muffinskökum og seldu í lystigarðinum. Fengu sjálfboðaliða til að vera með lifandi tónlist og gerðu úr þessu fjölskylduskemmtun. Söfnuðu 400.000 kr handa fæðingardeild sjúkrahússins. Nú í sumar ætluðu þessar duglegu konur að halda annan múffudag en þeim var bannað það. Vegna heilbrigðissjónarmiða, sko. Kaka bökuð í heimahúsi er nefnilega svo heilsuspillandi að það má ekki selja hana. Halda áfram að lesa

Þegar Vestmannaeyjapakkið lagðist á velferðarkerfið

Ég var á 6. ári þegar ég fann í fyrsta sinn til samúðar með ókunnugum. Fram að því höfðu ókunnugir verið einhverskonar grár massi sem kom manni ekki við en nú allt í einu var raunverulegur áhyggjusvipur á foreldrum mínum og ég settist í fyrsta sinn niður við fréttatíma sjónvarpsins. Ég man að ég hugsaði að ég hlyti að vera orðin mjög stór fyrst ég væri að horfa á fréttirnar en líklega hafa liðið nokkur ár þar til annað fréttaefni vakti áhuga minn. Það var ekki ég sem var stór, heldur voru þetta stórfréttir. Halda áfram að lesa