Flóttinn

Hátt hlutfall svartra manna í Máritaníu eru þrælar. Að vísu hefur þrælasala verið ölögleg þar frá árinu 1981 en þótt opnir þrælamarkaðir tíðkist ekki er hefðin fyrir erfðaþrælum mjög sterk og tilraunir mannréttindasamtaka til að sporna gegn þrælahaldi hafa litlu skilað. Þrælahald var ekki gert refsivert fyrr en 2007 en ennþá hefur enginn dómur fallið vegna þrælahalds. Halda áfram að lesa

Saga strokuþræls 2. hluti

Menntun Mouhameds
Þrælar fá enga frídaga og þar sem endalausar kröfur eru gerðar til þeirra, þurfa allir að leggja sig fram. Börn fá því afskaplega lítinn tíma til leikja. Leikir felast helst í því að elta smádýr, syngja kvæði og segja sögur. Í samfélagi Mouhameds nýttust kvöldin ekki til félagslífs af neinu tagi því oftar en ekki var fólkið útkeyrt af þreytu og hafði ekki orku til annars en að nærast áður en það gekk til náða. Halda áfram að lesa

Saga strokuþræls – 1. hluti

Mouhamed Lo fæddist í ánauð einhversstaðar í suðurhluta Máritaníu. Hann telur líklegast að hann sé fæddur um miðjan desember 1988 en þar sem fæðingar þrælabarna eru hvergi skráðar, er útilokað að fá það staðfest. Fæðingarstofan var tjaldið sem foreldrar hans bjuggu í og fæðingalæknirinn ólæs kona sem hafði numið af móður sinni og hafði óljósa hugmynd ef þá nokkra, um nútíma lyf og lækningatól. Halda áfram að lesa

Stjórnmálaáhugi gerir mann ekki að pabbadreng

Lengi skildi ég orðið pabbadrengur um fullorðna menn á þann hátt að átt væri við mann sem hefði fengið auð og völd upp í hendurnar fyrirhafnarlaust vegna sterkrar stöðu föður síns. Nú heyrir maður þetta orð notað um börn stjórnmálamanna sama hversu sjálfstæð þau eru. Ef einhver styður sama flokk og faðir hans, hlýtur hann að vera „pabbadrengur“. Halda áfram að lesa

Af fögnuði UTL

Vinsamlegast lesið þetta sem og önnur skrif Teits um málefni flóttamanna. Lesið einnig svar UTL sem lýsir sérstökum fögnuði yfir því að Teitur og Baldur (menn sem líkur eru á að einhver taki meira mark á en hernaðarandstæðingum og anarkistum) skuli vera farnir að gagnrýna stofnunina. Eflaust er gleði þeirra ósvikin, sennilega bara skálað í vikulokin fyrir þessari æðislegu auglýsingu. Halda áfram að lesa

Enn einu sinni smávegis um mannréttindi

Margir virðast ekki skilja hugmyndina á bak við mannréttindi. Allavega verður þess iðulega vart í umræðum á netinu að fólk telur algeran óþarfa að virða mannréttindi þegar einhverjir drullusokkar eiga í hlut. T.d. telja margir óþarft að vítisenglar njóti mannréttinda og í umræðunni um Breivik bar töluvert á því viðhorfi að hann ætti ekki annað skiið en pyndingar og dauðarefsingu. Halda áfram að lesa

Umsögn um njósnafrumvarpið

Ég hef verið beðin um að gefa umsögn um þingsályktunartillögu um að unnið skuli frumvarp til laga um forvirkar rannsóknarheimilidir.

Með forvirkum rannsóknarheimildum er átt við að lögreglunni verði heimilað að safna upplýsingum um grunsamlegt fólk og rannsaka glæpi sem ekki hafa verið framdir en eru hugsanlega í bígerð. Sennilega kemur það fáum sem kannast við mig á óvart að ég lýsi mig alfarið andvíga öllum hugmyndum um forvirkar rannsóknarheimildir eða aðrar heimildir til innrásar í einkalíf borgaranna. Halda áfram að lesa