Hið augljósa samhengi

Í hugum margra nútímamanna voru galdramál miðalda skýrt dæmi um grimmdarlega skoðanakúgun á grundvelli hjátrúar og ofstæki.  Frá seinni hluta 15. aldar og fram á 18. öld voru tugir þúsunda dæmdir til dauða og líflátnir vegna samskipta sinna við Djöfulinn. Konur voru í yfirgnæfandi meirihluta en einnig voru dæmi um karla og börn sem hlutu þessi örlög. Í fyrstu var galdrafólkið brennt lifandi en síðar voru teknar upp mannúðlegri aðferðir, svo sem henging eða eiturgjöf, að loknum pyntingum að sjálfsögðu, og líkin svo brennd. Ísland hefur að þessu leyti sérstöðu, 20 karlar voru brenndir fyrir galdur en aðeins ein kona. Halda áfram að lesa

Að klæða virðingarleysi í kurteislegan búning

Í umræðunni um umræðuna ber á ásökunum um ómálefnalegan málflutning. Ábendingar um vondan málflutning eiga oft við en stundum sér maður líka ummæli stimpluð ómálefnaleg, af því að einhver sem hefur góð rök fyrir máli sínu er óþarflega hvassyrtur eða bregst ókvæða við útúrsnúningum og rangfærslum. Verra er þó þegar fólk álítur að til þess að vera málefnalegur sé nóg að sýna kurteisi. Halda áfram að lesa

Já en ÉG hef aldrei verið siðlaus

Fyrir hrun fengu umræður um spillingu á Íslandi lítinn hljómgrunn nema meðal róttækra vinstri manna. Spillingin var í Afríku. Eða allavega ekki hjá okkars.

Jú kannski svona ponkulítill heimóttarháttur, eins að hafa ekki hugsun á því að smáræði til einkaneyslu mætti ekki fljóta með á bensínnótu sem tilheyrði starfinu; engar alvöru upphæðir bara smá klink, sem bíttaði ekki baun. Varla spilling, bara fyndið að nokkur gerði sig sekan um svona aulagang. Eða hlunnindataka sem skaðaði engan, eins og að misnota aðstöðu sína til að birgja sig upp af ódýru áfengi. Jú og kannski smá klíkuskapur eins og að fá dómarastöðu af því að maður á ekki að gjalda þess að eiga merkilegan pabba. Kannski fullbíræfið að láta ráðuneyti borga afmælisveislu… Halda áfram að lesa

Þegar þögnin jafngildir neitun

Það má endalaust deila um það hvort kosningaþátttaka sé nógu góð og hvernig túlka beri þá ákvörðun að sitja heima en mér finnst ósanngjarnt að afgreiða þá ákvörðun með heimsku og/eða áhugaleysi. Fólk getur séð það sem pólitíska ákvörðun að taka ekki þátt í kosningum eða þjóðaratkvæðagreiðslu. Einn vinur minn sem mætti ekki á kjörstað orðaði ákvörðun sína þannig: Halda áfram að lesa

Að kjósa í útlöndum

Allt útlit er fyrir að ný stjórnarskrá verði grundvölluð á tillögum Stjórnlagaráðs. Með gerð þessarar tillögu var stigið mikilvægt skerf í átt til þátttökulýðræðis. Fordæmi hefur verið sett og rökrétt framhald er að almennir borgarar taki beinan þátt í því að móta lagafrumvörp um stór mál og að fleiri mál verði borin undir almenna borgara. Halda áfram að lesa

Beiðni til Brandarakastljóss

Í Kastljósinu, virtasta fréttaskýringaþætti íslenskra fjölmiðla, er pláss fyrir framhaldsskólahúmor. Það væri nú alveg ágætt ef fréttaþurrð væri ástæðan fyrir því að brandarastrákar fá að vera með. En er virkilega svo mikil gúrkutíð þessa dagana að fréttamönnum Kastljóssins detti bara ekkert merkilegra í hug? Ef svo er, þá er ég með ábendingu: Huang Nubo. Eða var það Nubo Huang? Halda áfram að lesa

Nokkrar athugasemdir við ræðu Geirs Jóns

Geir Jón var semsagt alls ekki að kynna niðurstöður skýrslunnar heldur bara að segja frá sinni eigin upplifun af búsáhaldabyltingunni.

Jahá? Og upplifun yfirmanns lögreglunnar hafði væntanlega engin áhrif á gerð skýrslunnar? Hvað ætli Sjálfstæðismönnum hefði fundist um það ef höfundar rannsóknarskýrslu Alþingis, hefðu sagt frá sinni upplifun af hruninu, áður en skýrslan var gerð opinber, á stjórnmálanámskeiði hjá Vinstri grænum, undir heitinu „Glæpur gegn velferðarkerfinu“? Halda áfram að lesa

Geir Jón kynnir búsóskýrsluna fyrir Sjálfstæðisflokknum

Þann 16. september sendi ég Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu svohljóðandi tölvupóst:

Sæll Stefán

Ég óska hér með eftir upplýsingum um það hvert ég á að snúa mér til að fá afrit af nýútkominni skýrslu lögreglunnar um Búsáhaldabyltinguna. Ef þú getur sjálfur sent mér hana á þetta netfang þigg ég það með þökkum.

Kær kveðja
Eva Hauksdóttir Halda áfram að lesa

Fram, fram, aldrei að víkja

Þegar stóra Vantrúarmálið gegn Bjarna Randver kom upp, langaði mig að skrifa um það. Samúð mín var með Vantrú. Það varð ekkert af því að ég skrifaði pistil um málið, enda voru Matthías Ásgeirsson og Harpa Hreinsdóttir greinilega einfær um að halda umræðunni um þetta eina mál gangandi og rúmlega það, ekki vikum saman heldur í margamarga mánuði og svo enn fleiri mánuði. Ég hafði engu við að bæta og efast um að þeir séu margir sem hafa úthald til að lesa öll samskipti Matta og Hörpu gaumgæfilega. Halda áfram að lesa