Bráðaofnæmi hvað? Hvað með ilmefni, skinnfatnað og annað sem einhver gæti hugsanlega haft bráðaofnæmi fyrir? Ef þetta snerist raunverulega um hættuna á bráðaofnæmi, hefði verið lítið mál að hengja upp tilkynningu með aðvörun. Það er augljóslega einhver önnur ástæða að baki þessari afskiptasemi heilbrigðiseftirlitsins. Hugsanlega bara hreinlætisfasismi. Í mörgum borgum Evrópu getur fólk tekið hunda með sér inn á krár og ýmsa staði þar sem hundar eru ekki umbornir á Íslandi, og ekki hef ég trú á að bráðaofnæmi gegn hundum sé neitt algengara hér en annarsstaðar. Halda áfram að lesa
25 hlutir sem þú vissir líklega ekki um mig (FB leikur)
- Flestir halda að ég sé náttúrubarn og bókaormur, hvorugt er rétt.
- Ég hef fáránlega ástríðu gagnvart orðum, spila t.d. scrabble við sjálfa mig og les orðabækur.
- Mér finnst ofboðslega leiðinlegt að fara í búðir, sérstaklega fatabúðir.
- Ég kann vel við kóngulær.
- Ég hef óvenju lítinn húmor fyrir slysum, sjúkdómum, ofbeldi, kynþáttahyggju og kynrembu.
- Mér finnst dauðinn ekkert sérstaklega sorglegur.
- Ég græt oft af yfirborðskenndri tilfinningavellu en sjaldan af sorg, kvíða eða reiði.
- Ég er langrækin og úthluta engum fyrirgefningu nema syndaviðurkenning liggi fyrir en fyrirgef þeim fúslega sem iðrast í alvöru.
- Mér finnst ekkert niðurlægjandi við að viðurkenna að maður hafi gert mistök eða haft rangt fyrir sér, ef eitthvað er er það frelsandi.
- Ég hef megna andúð á snobbi, einkum snobbi gagnvart menntun og atvinnu.
- Ég er haldin fordómum gagnvart AA fólki.
- Neyslubrjálæði, sóun á nauðsynjavörum og sóðaleg umgengni um náttúruna hneykslar mig.
- Ég hef trúarþörf og yrki sálma en trúi þó ekki á Gvuð.
- Ég hef ástarþörf og yrki ástarljóð en trúi þó ekki á rómantíska ást.
- Ég trúi á hagkvæmnishjónabönd og myndi funkera vel í slíku.
- Mér finnst eitthvað hryllilega ógeðslegt við að sjá fólk setja borðhníf upp í sig eða sleikja hann.
- Mér finnst hinsvegar ekkert ógeðslegt að lána öðrum tannburstann minn.
- Ég hef mikla þörf fyrir vinsamlega snertingu og vil helst sofa í rúmi með öðrum án þess að sé neitt kynferðislegt við það.
- Ég tek óvæntri, kynferðislegri snertingu hinsvegar mjög illa en bráðna frekar fyrir tvíræðu augnaráði, athugasemdum og látbragði.
- Ég verð skotin í kornungum strákum sem kunna hvorki á hárgreiðu né klukku en ég gæti ekki hugsað mér að búa með slíku eintaki.
- Það sem mér finnst erfiðast við að búa með öðru fólki er draslið sem fylgir manneskjum.
- Ég missi fljótt virðinguna fyrir fólki sem skortir hugrekki eða kemur fram af óheilindum.
- Andlega sinnað fólk fer í taugarnar á mér.
- Ég vinn illa undir álagi og gengur best að halda mig að verki þegar ég hef nægan tíma.
- Ég á erfitt með að fara eftir áætlunum annarra, breyti yfirleitt alltaf einhverju, bara til að draga úr þeirri tilfinningu að einhver annar sé að stjórna mér.
Ég hef oft verið frekar neikvæð gagnvart svona leikjum en um daginn þegar ég var að skoða vinalistann minn hér, áttaði ég mig á því að ég veit yfirleitt ekki rassgat um þetta fólk. Ég ákvað að vera með í þetta sinn og þeir sem ég skora á að birta sambærilega lista eru ekki meðal þeirra sem ég er í nánu sambandi við í dag, heldur frekar fólk sem vekur áhuga minn en ég veit lítið eða ekkert um.
Berum kallinn út ef annað dugar ekki
![]() |
Lýsir miklum vonbrigðum |
Mara
-Vantar ljós í líf þitt Eva mín?
-Nei en það vantar peninga í líf mitt.
-Peninga já? Og þú svarar þeirri þörf með því að fara að búa með hómópata og hráætu sem gefur fólki ljós. Væri ekki rökréttara að búa með vísindasinnaðri hræætu sem gefur fólki peninga?
-Ég hef búið með vísindasinnaðri hræætu en ég hafði ekki krónu upp úr því. Halda áfram að lesa
Aðför og einelti
Í dag er nánast öll pólitísk óánægja skilgreind sem aðför og/eða einelti, öll uppreisn sem ofbeldi.
Ég hef litla trú á því að nokkur eigi í vandræðum með að sjá muninn á því þegar reiði þjóðarinnar beinist gegn valdamanni á borð við Davíð Oddsson og því þegar hrekkjusvínin sitja fyrir þeim varnarlausasta í bekknum á leiðinni heim úr skólanum og míga í skólatöskuna hans.
Þetta endalausa væl um aðför og einelti gegn Sjálfstæðismönnum er sambærilegt við það að kalla hrekkjusvínin þolendur þegar eineltisbörnin reyna að reka þau burt með ókvæðisorðum. Stjórnarflokkarnir eru ekki í neinni aðför gegn Sturlu, þeir eru bara að gefa Sjálfstæðisflokknum skýr skilaboð um að hann ráði ekki lengur. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki fórnarlamb eineltis, hann er hrekkjusvínið sjálft.
![]() |
Takmarkalaus valdagræðgi |
Góð leið til að styrkja menninguna
Ég býst við að mörgum komi það nokkuð á óvart en ég er almennt ekkert hrifin af því að ríkið styrki listir. Ennþá síður vil ég að auðmenn geri það. Listamenn hafa nefnilega í mörgum tilvikum pólitísku hlutverki að gegna og þessvegna má enginn sem hefur hagsmuna að gæta, hafa fjárhagslegt tangarhald á þeim. Halda áfram að lesa
Forvarnir gegn mótmælum – gestapistill frá ALMA
Fyrir hönd ALMA, sem eru áhugasamtök um mannréttindi stofnuð 1995, vil ég mótmæla því í nafni lýðræðis og tjáningafrelsis að lögregluþjónar fari nú á milli félagsmiðstöðva unglinga sérstaklega til að ófrægja mótmælendur almennt og einstaka hópa þeirra, svo sem anarkista. Halda áfram að lesa
