Þeir eru búnir að svara þessu

Það hafa engin skilyrði verið sett fyrir láninu heldur verða þau sett eftir þörfum. Ríkisstjórnin fær ‘ráðgjöf’ og ef hún fer ekki eftir ráðunum og finnur heldur ekki aðra leið til að borga, þá verða sett skilyrði, alveg eins og í öllum hinum löndunum sem hafa misst ríkisfyrirtæki, auðlindir og sjálfstæði sitt í klær amerískra stórfyrirtækja með milligöngu AGS.

Við þurfum samt ekki að hafa neinar áhyggjur því þetta reddast allt með hagsveifluleiðréttum frumjöfnuði.

mbl.is Vill að AGS leggi spilin á borðið

Þessvegna hef ég áhyggjur af því að AGS fari illa með okkur

‘Samstarf’ okkar við AGS merkir í raun að Íslendingar hafa afsalað sér fjárræði sínu

Í flestum ríkjum sem AGS hefur veitt neyðarlán
-hafa ríkisfyrirtæki verið einkavædd
-einokun erlendra fyrirtæka (oftast bandarískra) komið á
-velferðarkerfið skorið niður
-dregið verulega úr starfsemi stéttarfélaga
-vextir af láninu hækkaðir þar til landið stendur ekki undir greiðslum
-og þá eru auðlindir þess teknar upp í skuldina
-og þjóðin svipt sjálfstæði sínu.

Við höfum ekki fengið nein svör um skilyrði AGS fyrir neyðarláni.
Við vitum ekkert hvernig á að borga það lán upp.
Við vitum ekki hversu miklar heimildir AGS hefur til að setja skilyrði eftir á eins og gerst hefur í öðrum löndum.

Við eigum skýlausa heimtingu á að fá þessar upplýsingar STRAX.

Umræður hér: https://www.facebook.com/notes/eva-hauksdottir/þessvegna-hef-ég-áhyggjur-af-því-að-ags-fari-illa-með-okkur/52941033659/

 

 

 

Upplýsingar takk!

Af hverju hafa stjórnvöld enn ekki kynnt almenningi skilyrði sjóðsins og útskýrt hvernig við ætlum að endurgreiða lánið?

Steingrímur sagði á borgarafundi síðasta mánudagskvöld að áætlunin væri öll á netsíðu IMF en ég get ekki ekki sagt að ég sé miklu nær eftir þann lestur.

Ég vil fá þetta skýrt og skorinort, á íslensku. Ég vil fá upplýsingar um skilyrði sjóðsins, greiðsluáætlun og greinargóðar upplýsingar um hvað gerist ef við stöndum ekki í skilum. Ég vil einnig fá ‘glósur’ eða helstu áhersluatriði dregin út í stuttar, aðgengilegar línur sem fljótlegt er að renna yfir.

Er þetta ekki fullkomlega sanngjörn krafa?

mbl.is Sendinefnd IMF kemur í næstu viku

Berum kallinn út ef annað dugar ekki


Þessi maður
 er búinn að segja allt sem segja þarf um það hversvegna bankastjórar Seðlabankans eiga að fara.

Ég vil bæta því við að embættismaður sem segist hafa upplýsingar um það hversvegna hryðjuverkalögum var beitt gegn Landsbankanum, og gefur þar með í skyn að það mál sé eitthvað flóknara en vitað er, en neitar að upplýsa þjóðina um það, á ekki að vera deginum lengur við völd. Stærstu, og kannski öll, vandamál Íslendinga í dag stafa af því að almenningur fékk ekki upplýsingar sem hann átti siðferðilegan rétt á. Þessu leynimakki varðandi alla hluti verður að linna.

Og já, enn og aftur, er búið að upplýsa um alla skilmála IMF?

mbl.is Lýsir miklum vonbrigðum