Aðför og einelti

Í dag er nánast öll pólitísk óánægja skilgreind sem aðför og/eða einelti, öll uppreisn sem ofbeldi.

Ég hef litla trú á því að nokkur eigi í vandræðum með að sjá muninn á því þegar reiði þjóðarinnar beinist gegn valdamanni á borð við Davíð Oddsson og því þegar hrekkjusvínin sitja fyrir þeim varnarlausasta í bekknum á leiðinni heim úr skólanum og míga í skólatöskuna hans.

Þetta endalausa væl um aðför og einelti gegn Sjálfstæðismönnum er sambærilegt við það að kalla hrekkjusvínin þolendur þegar eineltisbörnin reyna að reka þau burt með ókvæðisorðum. Stjórnarflokkarnir eru ekki í neinni aðför gegn Sturlu, þeir eru bara að gefa Sjálfstæðisflokknum skýr skilaboð um að hann ráði ekki lengur. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki fórnarlamb eineltis, hann er hrekkjusvínið sjálft.

mbl.is Takmarkalaus valdagræðgi