Klámenglar og dónapúkar

pukar
Nei, ég var ekki að gefa villandi mynd af klámvæðingartalinu með þessum samanburði.

Ég fékk þá athugasemd við síðustu færslu að þessi púkabúningur væri ekkert líkur þeim búningum sem deilt hefur verið á í fjölmiðlum. Ég hefði auðvitað átt að útskýra í hvað ég var að vísa.

 

 

 

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir birti þessar samanburðarmyndir á fb veggnum sínum í gær.  Ég á einn búning sem var keyptur í erótískri búð, púkabúninginn. Hann hefði sómt sér vel í þessum samanburði ásamt litla stelpuskottinu sem er ekki að leika hóru, ekki frekar en stelpurnar sem Þórdís Elva álítur að séu í klámbúningum.

 

Screenshot from 2014-08-25 12:49:26
Það er hægt að klámgera hvað sem er. Ef við ætlum að horfa á eitthvað jafn sakleysislegt og blómálfabúninga með klámvæðingargleraugum, þá getum við um leið afskrifað allar kvenkyns ævintýrapersónur sem viðeigandi öskudagsgervi. Við hljótum þá líka að banna börnum að horfa á teiknimyndir og annað barnaefni, því sú fígúra finnst varla sem hefur ekki einhversstaðar verið sett í kynferðislegt samhengi. Það þykir af einhverjum ástæðum fyndið og að reyna að afklæma heiminn er svona álíka raunhæft og að úthýsa vondu skopskyni.

Þegar er orðið dónalegt að klæða smástelpur upp sem blómálfa og engla á öskudaginn, þegar skvísuföt eru orðin hórubúningar og legófígúrur með brjóst flokkast sem klám, þá er þessi klámvæðingarfóbía í alvöru talað komin út í rugl. Hugtakið klám missir merkingu sína, hugtakið barnaklám líka. Er það virkilega verðugt takmark?

 

Deildu færslunni

Share to Facebook