Í Ákærendafélagi Íslands eru, samkvæmt formanni þess Jóni H. B. Snorrasyni, allir handhafar ákæruvalds í landinu, þ.á.m. saksóknarar, og fulltrúar þeirra. Félagið sendi Allsherjarnefnd Alþingis nýlega umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um meðferð sakamála, þar sem lagt er til að rannsóknarheimildir lögreglu verði auknar. Rökin fyrir auknum heimildum eru staðhæfingar greiningardeildar ríkislögreglustjóra um að „alvarleg skipulögð glæpastarfsemi væri að færast í vöxt hérlendis og að alþjóðlegir glæpahringir væru að skjóta hér rótum.“ Ennfremur heldur innanríkisráðherra, sem er upphafsmaður frumvarpsins, því fram að skipulögð glæpastarfsemi „grafi undan grundvallarmannréttindum“, þótt sú furðulega staðhæfing sé ekki skýrð nánar. Halda áfram að lesa
Landsvirkjun aftur í pólitíkina
Forstjóri Landsvirkjunar er aftur farinn að lofa gulli og grænum skógum, ef hann fær bara að virkja nóg. Síðast var það í sumar sem hann fékk Ásgeir Jónsson (þann sem var forstöðumaður „greiningardeildar“ Kaupþings og taldi allt á blússandi uppleið alveg þangað til spilaborgin hrundi yfir hann) til að skrifa skýrslu um hvernig Landsvirkjun gæti gert Íslendinga jafnríka og Norðmenn urðu af olíunni. Núna er lausnarorðið að flytja út orkuna um sæstreng. Halda áfram að lesa
Reykjavíkurborg með klám á heilanum?
Nýlega gaf Reykjavíkurborg út bækling með titlinum „Klámvæðing er kynferðisleg áreitni“. (Reyndar stóð „ofbeldi“ í stað „áreitni“ á tenglinum þegar bæklingurinn var fyrst settur á netið, og þannig er tengillinn enn í dag neðst á þessari síðu.) Sú „rannsókn“ sem bæklingurinn grundvallast á leiðir alls ekki ljós að klám og kynferðisleg áreitni séu algeng á vinnustöðum borgarinnar, en höfundurinn veifar þrátt fyrir það ákaft stimpli klámvæðingar- og kynferðisáreitni, þótt einu „gögn“ hans séu viðtöl við fimm handvalda starfsmenn. Halda áfram að lesa
Tilkynning til fjölmiðla um LÍÚ
Vegna síendurtekinna „frétta“ í fjölmiðlum síðustu daga og vikur hefur Umboðsmaður Almennings beðið mig að koma eftirfarandi á framfæri:
„Við vitum öll að LÍÚ telja að minnsta röskun á núverandi kvótakerfi muni grafa undan kaupmætti, veikja gengi krónunnar, setja sjómenn á vonarvöl, leggja sjávarþorp í eyði, auka atvinnuleysi, grafa undan siðgæði, auka alkóhólisma, fjölga sjálfsvígum, eyðileggja rekstrargrundvöll Morgunblaðsins og valda því að börnin okkar fari grátandi og svöng í háttinn um alla framtíð. Plíííííís, ekki segja okkur frá þessu einu sinni enn.“
Maltflöskuaxlir: Hrunverji hannar Nýja Ísland
Í dag kynnti efnahags- og viðskiptaráðherra ríksstjórninni skýrslu sína til Alþingis um „framtíðarskipan íslenska fjármálakerfisins og opinbert eftirlit með því.“ Það er athyglisvert, og fremur sorglegt, að með í kynningunni, væntanlega vegna hlutverks hans í þessu starfi á næstunni, var Jón nokkur Sigurðsson. Jón er meðlimur í þriggja manna hópi sem, samkvæmt tilkynningu frá Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, á að fjalla um þessa skýrslu og „gera tillögur um hvernig best fari á því að setja samræmda heildarumgjörð laga og reglna um alla starfsemi á fjármálamarkaði.“ Halda áfram að lesa