Maltflöskuaxlir: Hrunverji hannar Nýja Ísland

Í dag kynnti efnahags- og viðskiptaráðherra ríksstjórninni skýrslu sína til Alþingis um „framtíðarskipan íslenska fjármálakerfisins og opinbert eftirlit með því.“ Það er athyglisvert, og fremur sorglegt, að með í kynningunni, væntanlega vegna hlutverks hans í þessu starfi á næstunni, var Jón nokkur Sigurðsson. Jón er meðlimur í þriggja manna hópi sem, samkvæmt  tilkynningu frá Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, á að fjalla um þessa skýrslu og „gera tillögur um hvernig best fari á því að setja samræmda heildarumgjörð laga og reglna um alla starfsemi á fjármálamarkaði.“ Halda áfram að lesa