Vilja saksóknarar pólitískar ofsóknir?

Í Ákærendafélagi Íslands eru, samkvæmt formanni þess Jóni H. B. Snorrasyni, allir handhafar ákæruvalds í landinu, þ.á.m. saksóknarar, og fulltrúar þeirra. Félagið sendi Allsherjarnefnd Alþingis nýlega umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um meðferð sakamála, þar sem lagt er til að rannsóknarheimildir lögreglu verði auknar. Rökin fyrir auknum heimildum eru staðhæfingar greiningardeildar ríkislögreglustjóra um að „alvarleg skipulögð glæpastarfsemi væri að færast í vöxt hérlendis og að alþjóðlegir glæpahringir væru að skjóta hér rótum.“ Ennfremur heldur innanríkisráðherra, sem er upphafsmaður frumvarpsins, því fram að skipulögð glæpastarfsemi „grafi undan grundvallarmannréttindum“, þótt sú furðulega staðhæfing sé ekki skýrð nánar. Halda áfram að lesa