Stjórnlagaráð: Eftirlit með leynilögreglu

Eftirfarandi erindi sendi ég til Stjórnlagaráðs.

Á Íslandi hafa yfirvöld lengi stundað ýmiss konar rannsóknir sem skerða persónufrelsi og friðhelgi einkalífs.  Flestir munu sammála um að slíkt sé óhjákvæmilegt og nauðsynlegt við ýmsar aðstæður.  Engu að síður er ljóst að slíkar heimildir eru stundum misnotaðar.  Því meiri leynd sem hvílir yfir slíkri starfsemi, og því víðtækari heimildir sem yfirvöld hafa, því líklegra er að misnotkunin verði gróf, og fari í bága við mannréttindi sem eru í orði tryggð í stjórnarskrá.  Jafnvel í löndum eins og Svíþjóð og Noregi hefur leynilögregla af ýmsu tagi orðið uppvís að alvarlegum og kerfisbundnum brotum gegn saklausu fólki, eins og kom fram í úttektum rannsóknarnefnda um þessi mál í umræddum löndum. Halda áfram að lesa

Svartur dagur í sögu lýðveldisins

Í dag féll dómur í Nímenningamálinu.  Þrátt fyrir að ákæruvaldið hafi farið fram með einhverja svívirðilegustu ákæru sem um getur í sögu lýðveldisins vonuðu margir, og töldu augljóst, að sakborningar yrðu sýknaðir af öllum ákærum.  Þrátt fyrir að Pétur Guðgeirsson dómari hafi sýnt verjendum sakborninga skammarlega lítilsvirðingu í þinghaldinu, og ekki heldur lýst saksóknarann vanhæfan þrátt fyrir mikil tengsl við brotaþolann, þá neituðu margir að trúa því að hann gengi erinda þeirra fasísku tilhneiginga sem ríkisvaldið hefur sýnt í þessu máli.  Annað kom á daginn.

Halda áfram að lesa

Búrkur, skíðamenn og skammdegi

Bæði Ingibjörg Sôlrún Gísladóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir vilja banna konum að klæðast búrkum á Íslandi.  Þorgerður virðist telja að slíkt bann sé í lagi af því að búrkur falli ekki að íslenskri menningu, sjá hér. Ingibjörg er svolítið almennari, og talar um bann við að fólk hylji andlit sitt, af því að „við þurfum líka að sjá framan í fólk á opinberum fundum en ekki búa við það að hluti fundarmanna sé með andlitsgrímur sbr. fund í Iðnó“ eins og fram kemur hér. Halda áfram að lesa