Að hvítþvo fúskið — opið bréf til forseta

Sæll Guðni

Það voru mikil vonbrigði að sjá rökstuðning þinn fyrir ákvörðuninni um að staðfesta skipun dómaranna í Landsrétt. Ég átti alveg eins von á að einhverjir lögspekingar hefðu bent þér á leið til að réttlæta þetta sem öðrum hefði yfirsést. En það sem þú segir í yfirlýsingu þinni er furðuleg samsuða sem engan veginn tekur á því sem ágreiningurinn snýst um, og það er þér ekki til sóma. Halda áfram að lesa

Sovésk lög um jafnlaunavottun

Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra lagði nýlega fram frumvarp til laga sem myndi skylda öll fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri til að undirgangast jafnlaunavottun á þriggja ára fresti, en hún á að tryggja að starfsmenn fái sömu laun fyrir sambærileg störf. Frumvarpið gerir þá kröfu til fyrirtækja að þau fái slíka vottun, sem samkvæmt frumvarpinu grundvallast á staðlinum ÍST 85:2012, sem Staðlaráð Íslands gefur út, en Staðlaráðið er „samstarfsráð þeirra sem hagsmuna hafa að gæta af stöðlum“ og „setur sér starfsreglur sem ráðherra staðfestir“. Halda áfram að lesa

Það er einfalt mál að leysa húsnæðisvandann

Myndin er samsett af Kvennablaðinu

Nýlega undirritaði Dagur borgarstjóri samning um byggingu 332 íbúða á Gelgjutanga í Reykjavík. Markmiðið er væntanlega að létta svolítið þann gríðarlega þrýsting sem er á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Það er góðra gjalda vert, og kannski algert aukaatriði þótt það sé kaldhæðnislegt, að eigandi fyrirtækisins sem samið var við, og sem væntanlega mun græða þokkalega á þessu, er Ólafur Ólafsson. Hann er einn af þeim sem ábyrgð bera á hruninu, sem er ein af orsökum hins hryllilega ástands í húsnæðismálunum. Halda áfram að lesa

Kommúnistar taka völdin, gengið fellur

Gengi íslensku krónunnar hefur fallið gríðarlega í dag og í gær, í kjölfar þess að ljóst varð að ný stjórn er að taka við völdum í landinu. Það er alþekkt að markaðir vantreysta kommúnistum og öðru vinstraliði til að fara með efnahagsmál, og birtist það vantraust jafnan með skýrum hætti í gengisþróun. Halda áfram að lesa

Opið bréf til Steingríms J.

Sæll Steingrímur

Ég var að lesa þennan pistil Björns Vals Gíslasonar: Ríkisstjórn um velferðarmál og jöfnuð

Ég geri ráð fyrir að þú hafir lesið hann líka. Því langar mig að spyrja þig hvort þú ert á sama máli og Björn, og lítir svo á að „hraðar kerfisbreytingar“, svo sem þær hægu breytingar á kvótamálunum sem aðrir flokkar hafa lagt til, séu í andstöðu við velferð og jöfnuð. Halda áfram að lesa