Sjálfsfróun, samkynhneigð, klám

Fyrir hundrað árum var sjálfsfróun af mörgum talin afar skaðleg, bæði líkamlegri heilsu og andlegri, sem og siðferði samfélagsins.  Þeir sem slíkt stunduðu voru harðlega fordæmdir, ekki síst ungt fólk, sem hafði ekki þá reynslu lífsins sem gerir fólki auðveldara að láta slíkt sem vind um eyru þjóta, eða láta það að minnsta kosti ekki valda sér þeirri vanlíðan sem trúlegt er að þetta hafi valdið fjölda ungmenna. Halda áfram að lesa

RÚV auglýsir ráðgjafa Enrons, ókeypis

Í kvöldfréttum RÚV var langur kafli um skýrslu sem ráðgjafafyrirtækið McKinsey hefur skrifað um íslenskt efnahagslíf.  Þar er ýmsu haldið fram, bæði hlutum sem lengi hafa verið vitaðir og eru varla fréttaefni (Íslendingar vinna langan vinnudag og framleiðnin er lítil á vinnustund), og öðru sem vonlaust er að spá fyrir um arðsemina á, eins og rafmagnssölu um sæstreng til Evrópu.

Halda áfram að lesa

María vann, en hvað um alla hina?

Í síðustu viku féll dómur í máli Maríu Jónsdóttur gegn Landsbankanum (og um það var fjallað í Silfri Egils í dag).  Í stuttu máli hafði bankinn ekki staðið við það sem hann hafði lofað þegar María seldi fasteign og keypti aðra.  Dómurinn er langur og ítarlegur, en þar stendur meðal annars þetta:

Halda áfram að lesa

Skúli Helgason, klám og heiðarleiki

Í pistli í síðustu viku greindi ég frá póstskiptum mínum við Skúla Helgason alþingismann.  Í kjölfarið var lesið upp úr  pistlinum í útvarpsþættinum Harmageddon, sem leiddi til þess að Skúli fór fram á að fá að koma í þáttinn, og þar vorum við báðir næsta dag.  (Svolítill útdráttur úr þættinum og tengill á hann  koma hér í lokin.)

Halda áfram að lesa

Opið bréf til Páls RÚVstjóra

Kæri Páll
Svona leit dagskrá RÚV út daginn sem einhver mikilvægasta þjóðaratkvæðagreiðslan í sögu landsins fór fram: http://dagskra.ruv.is/dagskra/2012/10/20/
Nú þarf einhver að segja af sér á RÚV vegna hneykslisins.  Því miður er ekki hægt að reka dagskrárstjórann, því hún hljóp út í fússi fyrir tveim vikum.  Þá verður næsti yfirmaður hennar að segja af sér, sem ég held að sé þú, sorrí …
Bæbæ,
E
PS.  Væri ég í þínum sporum og vildi reyna að ljúga mig út úr þessu (sem ég myndi ekki vilja, en ég er ekki þú), þá myndi ég að minnsta kosti biðjast auðmjúklega afsökunar, í hádegisfréttum á morgun.