[Breytt kl. 21:55, 7. apríl 2015: Mér hefur verið bent á að staðhæfing mín í þessum pistli um samband Háskóla Íslands og Vilmundar Guðnasonar, forstjóra Hjartaverndar, sé röng. Ég vil ekki breyta pistlinum svo löngu eftir að hann er skrifaður, en set athugasemd við þetta í honum sjálfum líka. Og biðst hér með afsökunar á þessu ranghermi mínu.]
Greinasafn eftir:
Gauta svarað, um gæði íslenskra háskóla
(Þetta er mjög langur pistill. Hér er hins vegar stutt samantekt á aðalatriðunum: Lygasagan um gæði íslenskra háskóla)
Þarf að reka 80% háskólakennara á Íslandi úr 40% af starfi sínu?
Það er best að taka fram strax að þær tölur sem hér eru nefndar eru alls ekki nákvæmar. En þær eru nógu nálægt lagi til að gefa raunsanna mynd af fáránleika málsins. Það er líka rétt að taka fram að þótt ég fjalli ekki um Háskólann í Reykjavík, þá er ekki allt í sómanum þar, þótt vandamálið sem ýjað er að í fyrirsögninni eigi síður við þar.
Háskóli selur sig
Eiginlega ætti ekki að þurfa að segja meira til þess að fólki sortni fyrir augum en það sem sagt er frá í þessari frétt:
Samtök atvinnulífsins og Háskólinn á Bifröst stofnuðu í dag Rannsóknastofnun atvinnulífsins – Bifröst, en á vegum hennar verður unnið að margvíslegum rannsóknaverkefnum í þágu atvinnulífsins. Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að leggja Rannsóknastofnuninni lið næstu tvö árin og skapa með því sterkan grunn fyrir stóraukið rannsóknastarf í þágu atvinnulífsins.Rannsóknastofnun atvinnulífsins mun starfa sem sjálfstæð stofnun innan Háskólans á Bifröst og vera undir forystu rektors skólans.
Misskilningur um norsku aðferðina
Þess misskilnings hefur orðið vart í fjöl- og samfélagsmiðlum að bekkurinn sem lögreglumaður nokkur barði máttlausri konu svolítið utan í, við skyldustörf, hafi ekki átt að vera þarna, eða að það hafi a.m.k. verið óheppilegt að hann skyldi vera að þvælast þarna fyrir.