Háskóli selur sig

Eiginlega ætti ekki að þurfa að segja meira til þess að fólki sortni fyrir augum en það sem sagt er frá í þessari frétt:
Samtök atvinnulífsins og Háskólinn á Bifröst stofnuðu í dag Rannsóknastofnun atvinnulífsins – Bifröst, en á vegum hennar verður unnið að margvíslegum rannsóknaverkefnum í þágu atvinnulífsins. Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að leggja Rannsóknastofnuninni lið næstu tvö árin og skapa með því sterkan grunn fyrir stóraukið rannsóknastarf í þágu atvinnulífsins.
Rannsóknastofnun atvinnulífsins mun starfa sem sjálfstæð stofnun innan Háskólans á Bifröst og vera undir forystu rektors skólans.

Halda áfram að lesa

Stjórnendaáhættan í lífeyrissjóðunum

Vilhjálmur Egilsson var stjórnarformaður lífeyrissjóðsins Gildis þar til nýlega, og undirritar sem slíkur ársskýrslu sjóðsins fyrir 2011. Þar er í fyrsta sinn gerð grein fyrir „stjórnmálaáhættu“ sem sjóðurinn búi við. Forysta sjóðsins fékk á sig talsverða gagnrýni í skýrslu nefndar sem lífeyrissjóðirnir settu sjálfir á laggirnar, þar sem meira að segja var haldið fram að sjóðurinn hafi farið kringum lög. Halda áfram að lesa

Forysta ASÍ svíkur. Aftur.

Í nýlegri skýrslu frá Hagdeild ASÍ er álver í Helguvík nefnt tuttugu sinnum, þ.e.a.s. rúmlega einu sinni á blaðsíðu.  Þetta vekur upp tvær spurningar:

Er Hagdeild ASÍ ekki kunnugt um það sem allir vita sem vilja vita, að það er ekki til, og hefur aldrei verið til, nema örlítill hluti af því rafmagni sem þyrfti fyrir þetta álver? Halda áfram að lesa

Vilhjálmur bullar og fjölmiðlar lepja upp

Vilhjálmi Egilssyni, framkvæmdastjóra „Samtaka Atvinnulífsins“, líst illa á þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð kvótakerfisins.  Það er skiljanlegt, því hann hefur tekið að sér að vera sérstakur talsmaður þeirra sem vilja halda áfram að ausa ofurgróða í eigin vasa úr þeirri fiskveiðiauðlind sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill nú taka til sín aftur, eftir slæma reynslu síðustu ára. Halda áfram að lesa

Samtök Arðræningja rífa kjaft

Það er að bera í bakkafullan læk að gagnrýna forystu Samtaka Atvinnulifsins.  En vegna þess hvers konar forarvilpu forysta þeirra samtaka reynir að búa til með áróðri sínum veitir ekki af að viðhalda sírennsli af fersku vatni yfir hana, og þá er betra að ferska vatnið flói út fyrir en eiga á hættu að forin kaffæri okkur. Halda áfram að lesa