Hanna Birna er andkristin

Fyrir fáum vikum hneykslaðist innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, á því að andstæðingar trúboðs ríkiskirkjunnar í skólum vildu „forða börnunum okkar frá boðskap um … kærleika“.  Hanna Birna er ekki svo illa gefin að hún viti ekki að þetta eru ósannindi sem hún fór með.  Hún veit líka að það er ekki í anda kristilegs kærleika að segja ósatt með þessum hætti.

Halda áfram að lesa

Frekja að vilja fatla umræðuna

Sögnin að fatlast hefur nokkrar merkingar, þar á meðal að forfallast (fatlast frá verki) og að skaðast eða meiðast.  Það er væntanlega það sem Vigdís Finnbogadóttir átti við þegar hún sagði að RÚV hefði fatlast svolítið.  Að orðið þýði líka að missa einhverja hæfni sem venjuleg er meðal fólks gerir ekki að verkum að orðið geti ekki lengur haft hinar merkingarnar, auk þess sem það getur með engu móti verið niðrandi fyrir fatlað fólk að talað sé um að stofnanir fatlist.

Halda áfram að lesa

Rannsóknarnefnd manndrápa lögreglu

Þegar flugvél ferst á Íslandi fer strax á staðinn rannsóknarnefnd samgönguslysa (áður rannsóknarnefnd flugslysa).  Mikilvægt þykir að sérhvert flugslys sé rannsakað til hlítar, hvort sem manntjón hefur orðið eða ekki. Markmiðið  með starfinu er að fækka slysum og auka öryggi.  Því er reynt að greina eins og frekast verður unnt orsakir slyssins, í þeirri von að hægt sé að nota upplýsingarnar til að koma í veg fyrir fleiri sambærileg slys, hvort sem orsök slyssins er mannleg mistök eða bilun í búnaði.

Halda áfram að lesa

Segir Hanna Birna satt?

Í gær sendi ég eftirfarandi fyrirspurn til innanríkisráðherra vegna þess sem virðist vera minnisblað frá ráðuneytinu sem lekið hafi verið til fjölmiðla.  (Ég hef ekki fengið svar enn.)  Greinilegt er að þessu minnisblaði hefur verið dreift víða, en svo virðist sem ráðuneytið hafi ekki ansað lögmönnum þess fólkssem fjallað er um og sem fóru fram á að fá minnisblaðið.  Ég læt fylgja með slitur úr texta minnisblaðsins sem ég sendi með fyrirspurninnni.  Ég birti fyrirsögnina (að fjarlægðu nafni) og allar millifyrirsagnir, og örlítið brot úr hverjum kafla, en ekkert sem beinlínis tengist því fólki sem um er fjallað.  Tilgangurinn með þeirri birtingu er bara að gera ljóst að þetta lítur út eins og skjal sem samið hafi verið í ráðuneytinu.

Halda áfram að lesa