Fyrir fáum vikum hneykslaðist innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, á því að andstæðingar trúboðs ríkiskirkjunnar í skólum vildu „forða börnunum okkar frá boðskap um … kærleika“. Hanna Birna er ekki svo illa gefin að hún viti ekki að þetta eru ósannindi sem hún fór með. Hún veit líka að það er ekki í anda kristilegs kærleika að segja ósatt með þessum hætti.