Svona virkar átak gegn kynbundnu ofbeldi

Svo virðist sem margir skilji ekki hvernig 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi virkar, svo ég ætla að útskýra hvernig þetta gerist:

Ég les grein eftir Hrafnhildi Ragnarsdóttur um að íslenskir karlmenn séu allir meðlimir i þeirri ógnarstjórn sem kúgar konur og beitir þær ofbeldi, eða grein eftir Stefán Mána um að það sé kynbundið ofbeldi þegar karl ryðst framfyrir konu í biðröð  (kannski man ég líka eftir greininni hans frá í fyrra um að kynlíf án ástar sé ofbeldi).  Þetta hvetur mig til að tala við nauðgarana í kunningjahópnum og útskýra fyrir þeim að það sé, faktískt, ljótt að nauðga.  Síðan tala ég við hina, og útskýri fyrir þeim að þetta bandalag þeirra um að kúga konur, og beita þær ofbeldi eins og biðraðatroðningi, sé brot á mannréttindum, fyrir utan að vera kynbundið ofbeldi (og minni þá líka á að segja „ég elska þig“ áður en þeir leyfa konunum sínum, eða einhverjum öðrum konum, að ríða sér).
Árangurinn hefur ekki látið á sér standa.  Mér sýnist vinir mínir allir vera hættir að nauðga eftir þessa ádrepu sem þeir fengu frá mér, og hinir eru hættir að troðast í biðröðum (hins vegar hafa nokkrar vinkonur mínar komið að máli við mig og kvartað yfir þessu helv. stemmingardrepandi málæði þegar þær vilja bara fá að ríða í hvelli).

Deildu færslunni