Amma vann í lúgusjoppunni á Langholtsvegi. Ég var þriggja eða fjörurra ára og stöku sinnum var ég hjá henni í vinnunni, kannski einn eða tvo tíma. Ég veit ekki hvernig það kom til en finnst líklegast að þetta hafi verið ráðstöfun til að brúa bilið milli leikskóla og vinnutíma móður minnar eða eitthvað í þá veru. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Minningabókin
Myndir af orðum
Ég á erfitt með að móta frumlega mynd í huganum. Ég sé t.d. sjaldan fyrir mér persónur og atburði í skáldsögum nema leggja mig fram um það og þá set ég andlit þekktra leikara (eða bara fólks sem ég kannast við) á persónurnar. Ég verð sjaldan fyrir vonbrigðum með val leikara í kvikmyndir gerðar eftir skáldsögum, finnst bara frábært að hafa loksins fengið að sjá hvernig fólkið lítur út. Ég skynja atburði sem ég les og heyri um sem útlínur og skugga, ef ég skynja þá sjónrænt á annað borð. Halda áfram að lesa
… þá gætirðu lagt hvern einasta karlmann
Ég var orðljótur unglingur.
Margir höfðu orð á því en mér var slétt sama. Reyndar hélt ég aftur af subbuskapnum í návist pabba, án þess að vita almennilega hversvegna. Á þessum árum var enginn annar í lífi mínu sem ég tók mark á og líklega hefur hann aldrei heyrt nema brotabrot af þeirri hroðalegu gnótt blóts- og klúryrða sem ég tvinnaði saman ef mér rann í skap, og því ekki séð ástæðu til að setja ofan í við mig. Halda áfram að lesa
Að hitta mann úti í bæ
Þegar ég var lítil var móðir mín haldin kvenlegri sektarkennd yfir félagslegum þörfum sínum. Ef hana langaði að hitta vinkonur sínar eða fara í bæinn án þess að hafa mig í eftirdragi, sagðist hún þurfa að „hitta mann úti í bæ“.
Fyrsta silkihúfan
Ég var í fimmta bekk og fyrsta daginn í nýjum skóla varð ég alvarlega ástfangin í fyrsta sinn. Hann hét Valli og var með svart hrokkið hár og andlitið skellótt af freknum. Sennilega hefur fullorðna fólkinu ekki þótt hann laglegur krakki en hann var leiðtogi og það ekki að ástæðulausu. Hann var skemmtilegur strákur, skarpgreindur og orðheppinn, óþekkur með afbrigðum en kom ekki illa fram við aðra krakka. Hann var óvenju réttsýnn. Hann gat tuskast við jafningja sína og lét þá alveg heyra það sem ekki stóðu sig í fótbolta en hann gerði sér grein fyrir því hverjir í hópnum voru minnimáttar og harðbannaði allt ofbeldi í þeirra garð. Halda áfram að lesa
Beðið eftir Georgie
Á þeim tíma var margt öðruvísi, eiginlega allt. Nema sumt. Það breytist ekki.
-Það er svo skrýtið að dauðinn er það skiljanlegasta af þessu öllu, sagði ég við Carmen og heyrði að enskan mín var farin að smitast af spænska hreimnum hennar. Sagði henni svo að þótt hann væri dáinn væri ég í rauninni ekkert sorgmæddari en ég hafði orðið í öll skiptin sem við slitum sambandinu og að ég hefði dálítið samviskubit vegna þess. Halda áfram að lesa
Ég er Farísei
Þegar ég var krakki efaðist ég um tilvist guðdómsins. Samt áleit ég að Jesús væri soldið góður gæi. Fannst töff hjá honum að ganga berserksgang þegar kaupmennirnir lögðu musterið undir sig og snjöll redding að gjalda keisaranum það sem keisarans er. Halda áfram að lesa