Berum kallinn út ef annað dugar ekki


Þessi maður
 er búinn að segja allt sem segja þarf um það hversvegna bankastjórar Seðlabankans eiga að fara.

Ég vil bæta því við að embættismaður sem segist hafa upplýsingar um það hversvegna hryðjuverkalögum var beitt gegn Landsbankanum, og gefur þar með í skyn að það mál sé eitthvað flóknara en vitað er, en neitar að upplýsa þjóðina um það, á ekki að vera deginum lengur við völd. Stærstu, og kannski öll, vandamál Íslendinga í dag stafa af því að almenningur fékk ekki upplýsingar sem hann átti siðferðilegan rétt á. Þessu leynimakki varðandi alla hluti verður að linna.

Og já, enn og aftur, er búið að upplýsa um alla skilmála IMF?

mbl.is Lýsir miklum vonbrigðum

Bankanum þínum er sama um þig

Ætli umboðsmaður viðskiptavina geti reddað mér 280 milljarða láni? Til að gæta þeirrar sanngirni að allir viðskiptavinir fái jafn góða þjónustu?

Ég vona að fólk kaupi ekki þessa ímyndaruppálöppun. Bankinn hefur engan áhuga á velferð viðskiptavina nema rétt á meðan hann getur grætt á okkur. Eina rökrétta svarið við skíthælshætti bankanna er að hætta að borga. Þá hrynur kerfið og við getum hafist handa við að byggja nýjan grunn fyrir nýtt samfélag.

mbl.is Kaupþing ræður umboðsmann viðskiptavina

Efast einhver um heiðarleika bankastarfsmanna?

Ég sé að búið er að stofna hóp til að leggja áherslu á heiðarleik hins almenna bankastarfsmanns.

Ég bara spyr, hefur verið í gangi einhver umræða um að almennir starfsmenn bankanna beri ábyrgð á hruninu eða eigi hlut að spillingunni sem viðgengst í bankakerfinu? Ef svo er þá hefur sú umræða farið algerlega fram hjá mér.

Umræður hér