One thought on “Fékk ekki lán

  1. ——————————————–

    Hmm. Bankarnir ráða umboðsmenn viðskiptavina, sem væntanlega eiga að taka málstað viðskiptavina gagnvart bönkunum ef þeir svindla á viðskiptavinunum eða veita þeim ekki eðlilega fyrirgreiðslu. Sem sagt: Bankarnir greiða umboðsmönnum viðskiptavina laun fyrir að sjá til þess að þessir sömu bankar komi almennilega fram við kúnnann. Stórkostlegt!

    Björgvin R. Leifsson, 3.2.2009 kl. 20:50

    ——————————————–

    Ég fékk sem betur fer heldur ekki lán þótt ég ætti 75% upp í það hús sem ég ætlaði að kaupa. Launin í álverinu sögðu þeir að nægðu mér ekki til framfærslu.

    Offari, 3.2.2009 kl. 22:04

    ——————————————–

    Tugþúsundum okkar líður eins. Maður borgar og borgar og alltaf hækkar lánið og afborgunin. Í hvers konar heimi lifum við og hvers lags innræti er í þessu fólki sem kom þessu kjaftæði á?

    Arinbjörn Kúld, 3.2.2009 kl. 23:17

    ——————————————–

    Stundum finnst maður tankurinn vera orðinn fullur af örvæntingu.Að fara yfir einkabankann næstum því daglega,sjá þegar launin eru lögð inn að þau dugi ekki fyrir framfærslunni íhuga hvað á að skera niður, vera kominn á miðjan aldur og hafa ekki neitt fjárhaldslegt sjálfstæði er bara einum of mikið.Til hvers var ég að vinna í þessi 34 ár ef árangurinn er að í dag er ég verr staddur en nokkurn tíma.Ég veit að alltof margir hafa það enn verr, en nú er bara minn tankur að verða fullur og farið að skvettast uppúr.En kanski kemur kraftaverkið á morgun.

    Einar Oddur Ólafsson, 3.2.2009 kl. 23:27

    ——————————————–

    „Umboðsmaður viðskiptavina“ Er það ný staða hjá bönkunum- Eruð þið að grínast – Ef ekki þá spyr ég – á þessi umboðsmaður að laða að -„VIÐSKIPTA-VINI“

    Ég er HÆTT að fara í banka ég tók út það litla sem bankinn var ekki búinn að stela – nú hvorki borga ég eða bið um lán!

    Benedikta E, 4.2.2009 kl. 00:00

Lokað er á athugasemdir.