Það er meira en ár síðan ég hef heimsótt Bankann og það er búið að rífa allar innréttingar út og skipta um gólfefni. Ekki minnist ég þess að hafi séð á þeim innréttingum sem fyrir voru en það er auðvitað ekkert annað en sjálfsagt að borga dálítið hærri vexti til að Bankinn minn geti verið í stælnum.
-Ég las bréfið frá þér. Ef þú ert ákveðin í því að við tökum íbúðina þá verðum við auðvitað að skoða þann möguleika en það er hægt að athuga aðrar leiðir. Spurningin er bara hvað þú vilt gera, sagði Bankinn.
–Helst vildi ég bara senda ykkur fingurinn. Taka lán upp á 280 milljarða og stinga af til Jómfrúreyja. Get ég fengið 280 milljarða að láni?
Bankinn brosti bara, rétt eins og Kaupþing hafi það að yfirlýstri stefnu að taka því sem gríni ef fólk býður fyrirtæki í taprekstri að veði fyrir 280 milljörðum.
–Nú ef það er ekki raunhæfur kostur og ykkur langar ekki að taka bara lykilinn, þá er spurningin kannski frekar hvað þið viljið að ég geri, sagði ég.
Bankinn brosti aftur. Kynnti síðan hugmyndir sínar um það hvernig væri hægt að halda mér í snörunni um ókomin ár.
Málið er að mig langar ekki að borga þessu skítafyrirtæki vexti. Mér þykir vænt um heimilið mitt en mig langar ekki að borga og borga endalaust, og horfa svo bara á lánið hækka eftir því sem ég borga meira. Ég er eiginlega bara orðin hundleið á því. En það hangir meira á spýtunni. Fyrir einu ári skipti það mig mjög miklu máli að standa í skilum. Mér þótti verðtryggingin ósanngjörn en ég var ekki fúl út í Bankann. Ég vissi að Bankanum mínum væri sama um mig, en ég hafði aldrei ætlast til annars og mér fannst rétt að borga af láninu mínu, í allra síðasta langi á eindaga og helst miklu fyrr.
Þá hélt ég ennþá að bankar væru þjónustufyrirtæki. Ég vissi ekki þá, að ‘Bankinn’, sem fannst allt í lagi að senda mér hærri reikninga eftir því sem ég borgaði meira, væri á sama tíma að hjálpa einhverjum útlendingi að fremja bankarán, sem ég og aðrir skuldarar eigum svo að bera skaðann af.
Mig langar ekki að borga krónu meir. Reyndar langar mig mest að verða mér úti um vélsög og hakka nýju innréttingarnar í tannstöngla.
—————–
I know in the case of that British investor, they seemed to just hand him the money, but for most foreigners asking for loans from Icelandic banks, that is not the case. The rules are really strict and the investigation process lengthy.
Posted by: Útlendingar | 3.02.2009 | 15:24:31
—————–
Láttu nú ekki réttlætiskenndina vinna á móti þér. Þú verður að búa einhversstaðar.
Posted by: S.A. | 3.02.2009 | 15:55:49
—————–
Flyttu bara Nornabúðina á Strikið, ég skal hjálpa þér með bókhaldið „gratis“:) Det mangler nemlig Heksebutiker í Danmark for tiden og sá har man en tradition som Hexia De Trick i Anders And:)
http://da.wikipedia.org/wiki/Hexia_de_Trick