Talandi um Landsbankann

Vinkona mín sendi mér þennan tengil  http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/01/06/bjorgolfur_thor_talinn_29_rikasti_madur_bretlands/ en þegar ég ætlaði að skoða hann fékk ég upp villu.

Sá svo annarsstaðar að greinin hefði verið tekin út af mbl.is 10 mínútum eftir að hún var birt.

Er nokkur ritskoðun í gangi?

mbl.is Elín borin út úr bankanum

One thought on “Talandi um Landsbankann

  1.  ————————————————————-

    Er þetta ekki bara eldgömul frétt, mig minnir að hann hafi verið einn af ríkustu mönnum Bretlands í fyrra, 29 hljómar ekkert ósennilega. Annars held ég að hann hafi ekki fallið mikið, hann á ennþá verðmætustu fjárfestingarnar sínar, þær eru ekki tengdar Íslandi eða íslenskum bönkum og fjármálakreppan haft lítil áhrif á þær. Hann á örugglega nóg af peningum enda búin að vera sniðugur í fjárfestingum sínum.

    Bjöggi (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 22:58

     ————————————————————-

    Á síðasta ári virðist hann hafa verið sá 15 ríkasti. sjá hér

    Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.1.2009 kl. 00:58

     ————————————————————-

    Eva. Er hægt að hlusta á viðtalið sem sverrir tók við þig einhvers staðar. Ég missti af því nebblilega.

    Ari (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 02:04

     ————————————————————-

    Hér er fréttin, þeir hafa örugglega sett þetta í vitlausan flokk.

    http://mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/04/27/bjorgolfur_thor_a_lista_yfir_tha_rikustu_i_bretland/

    Beggi Dan (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 11:08

     ————————————————————-

    Takk fyrir síðast á Horninu Eva mín. Ég missti að mestu af viðtalinu hjá Sverri en það sem ég heyrði geturðu verið ánægð með. Þér tókst að mínum dómi alveg stórkostlega og kaffærðir allar þær ranghugmyndir sem þróast hafa um þig og þínar baráttuaðferðir. Og baráttuaðferðir okkar allra þar með að lokum. Reyndar ertu nú svolítið öðruvísi aktivisti en ég og mínir líkar í nokkrum skilningi.

    Árni Gunnarsson, 8.1.2009 kl. 15:55

     ————————————————————-

    Ég hlustaði á allan þáttinn með þér hjá Sverri og var mjög ánægð með ykkur.

    Heidi Strand, 8.1.2009 kl. 16:46

     ————————————————————-

    Ari. Allt efni á Sögu er endurflutt en það er ekki hægt að hlusta á það á netinu nema beint. Sverrir sagðist ætla að birta þáttinn á blogginu sínu en ég veit ekki hvernær það verður.

    Eva Hauksdóttir, 9.1.2009 kl. 18:22

     ————————————————————-

    VArla á bloggsíðunni, hann hefur hins vegar sett þættina inn á heimasíuna, stormsker.net.

    Magnús Geir Guðmundsson, 9.1.2009 kl. 21:01

     ————————————————————-

    Takk fyrir leiðréttinguna.

    Eva Hauksdóttir, 10.1.2009 kl. 07:53

Lokað er á athugasemdir.